Þáttaskil í Surtsey:

Holan orðin 192 metrar og komin í botn

26.Ágúst'17 | 14:12
surtsey_cr

Surtsey. Mynd/úr safni.

Mikilvægur áfangi í verkefninu náðist í nótt þegar borun lóðréttu holunnar í Surtsey lauk kl. eitt eftir miðnætti. Þá var borinn kominn í tæpa 192 metra.

„Við teljum líklegt að holan nái niður í sjávarsetið undir eyjunni, en áður en úr því verður skorið þarf að skoða nákvæmlega neðsta kjarnann sem upp kom, en hann er af 188 m dýpi. Eftir að hafa náð samfelldum kjarna niður á 181 metra, fór borinn í gegnum mun lausara efni. Aðeins kom upp um 1 metri af kjarna af dýptarbilinu 182-185 m og minna en hálfur metri kom upp af bilinu 185-189 m. Enginn kjarni fékkst þar fyrir neðan (189-192 m) en þar var borinn í lausu set eða gjósku.” segir í facebook-færslu Jarðvísindastofnunar Háskólans. Þá segir að borun holunnar sé því lokið.

„Ekki er þörf á að fara dýpra auk þess sem ekki er skynsamlegt að reyna það vegna hættu á festu. Sjávardýpi var 130 metrar fyrir gosið, borholan er í um 58 metra hæð yfir sjó og hafsbotns því að vænta á nákvæmlega þessu dýpi.

Það hefur gengið á ýmsu í verkefninu nú á ágúst. En borun þessarar holu hefur gengið mjög vel. Á sex dögum hefur tekist að ná samfelldum kjarna gegnum gosmyndun Surtseyjar og sennilega niður í undirlag eyjunnar.

Í dag verða gerðar ýmsar mælingar á holunni en tveir sérfræðingar frá International Continental Drilling Program (ICDP) flugu til Surtseyjar í gær í því skyni. Að loknum mælingum verður sérstakri álfóðringu komið fyrir í holunni. Niðursetning hennar er annar mikilvægur þáttur í verkefninu þar sem hún mun geta hýst hylki með sýnum til tilrauna í örverufræði og jarðefnafræði á næstu árum og áratugum. Þegar fóðringin er komin á sinn stað snúum við okkur að skáholunni.

Aðdrættir eru erfiðir í Surtsey. Við njótum aðstoðar Norðurflugs við flutninga á fólki og vistum. Hér er Dauphin þyrla Norðurflugs í Surtsey í gær. Yfir stéli þyrlunnar glittir í hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbæ, og fjær er borinn.” segir í færslunni.

Tags

Surtsey

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%