Vinnslustöðin:

Kaupin á Glófaxa samþykkt á hluthafafundi

- gegn atkvæðum næststærsta hluthafans, Brims hf.

23.Ágúst'17 | 19:37
glofaxasamth_vsv.is

Frá hlutahafafundinum í dag. Mynd/vsv.is.

Samningur um kaup Vinnslustöðvarinnar á öllum hlutabréfum í Útgerðarfélaginu Glófaxa ehf. í Vestmannaeyjum var samþykktur á hluthafafundi VSV í dag gegn atkvæðum næststærsta hluthafans, Brims hf.

Deilur um upplýsingagjöf

Kaupin á Glófaxa voru tilefni hluthafafundarins í dag. Brim hf. á um þriðjungshlut í Vinnslustöðinni og Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims á sæti í stjórn VSV. Hann lýsti yfir á fundinum að meirihluti stjórnar VSV hefði neitað að veita sér nægjanlegar upplýsingar um kaupin á Útgerðarfélaginu Glófaxa. Því myndi hann leggjast gegn kaupunum við afgreiðslu málsins. Greint er frá málinu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, mótmælti ummælum nafna síns frá Brimi og sagði að stjórnarmenn og hluthafar hefðu fengið allar upplýsingar sem máli skiptu um kaupsamninginn á stjórnarfundi í gær og í kynningu Þorvarðar Gunnarssonar löggilts endurskoðanda á hluthafafundinum í dag. Guðmundur Örn vísaði því á bug að Guðmundur Kristjánsson hefði verið leyndur einhverjum upplýsingum sem tengdust kaupum á Glófaxa. 

Bæta við sig liðlega 900 þorskígildistonnum

Kaupin á Glófaxa voru samþykkt að umræðum loknum og hluthöfum síðan boðið að skoða nýja uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar.

Vinnslustöðin eignast nú stærstan hluta fiskveiðiheimilda Glófaxa, liðlega 900 þorskígildistonn (meirihlutann í þorski), netabátinn Glófaxa VE-300, fasteign að Strandvegi 89 í Vestmannaeyjum, veiðarfæri og ýmsa aðra lausafjármuni.

Stefnt að afhendingu 1. október

VSV fær Útgerðarfélagið Glófaxa afhent að óbreyttu 1. október 2017 en í kaupsamningi, sem undirritaður var fyrr í sumar, eru hefðbundnir fyrirvarar um áreiðanleikakönnun, fjármögnun, samþykkti Samkeppniseftirlits og samþykki stjórnar og/eða hluthafafundar.

Seljendur eru eigendur alls hlutafjár í Útgerðarfélaginu Glófaxa, Bergvin Oddsson og fjölskylda.

Seljendur halda eftir línu- og netabátnum Glófaxa II VE-301 og 50 þorskígildistonnum og hyggjast stunda útgerð áfram. Þá halda seljendur eftir Glófaxanafninu og verður því breytt um nafn á bæði Útgerðarfélaginu Glófaxa og Glófaxa VE-300 við eigendaskiptin í haust.

Bergvin Oddsson, Hrafn Oddsson og Sævaldur Elíasson keyptu Glófaxa VE-300 á árinu 1974 og stofnuðu útgerðarfélagið Snæfell sf. um reksturinn. Bergvin keypti Hrafn og Sævald út 1986 og árið 1994 var nafni félagsins breytt í Útgerðarfélagið Glófaxi.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Canton hefur opnað eftir vetrarlokun

27.Febrúar'20

Fiskur og franskar, rækjur og austurlenskir réttir. Kjúklingabitar um helgar. Opið frá 17.00 til 20.30, alla daga. Canton, Strandvegi 49. Sími 481-1930.