Íslandsmót eldri kylfinga

GV sigraði 3. deild karla

23.Ágúst'17 | 06:34
GV_082017_2

Sveit GV sigraði alla sína leiki. Mynd/golf.is

Það verða sveitir Golfklúbbs Vestmannaeyja og Golfklúbbs Setbergs sem munu leika í 2. deild að ári, en það var GV sem sigraði 3. deild karla í Íslandsmóti sveitakeppni eldri kylfinga. Leikið var í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Aðeins fjögur lið mættu til leiks og var því fyrirkomulagið þannig að öll lið spiluðu þrjá leiki og spiluðu allir við alla. Sveit GV sigraði alla sína leiki og stóð því uppi sem sigurvegarar. GSE sigraði tvo og endaði í öðru sæti.

Sveit Vestmannaeyja var skipuð þeim Ágústi Ómari Einarssyni, Eyþóri Harðarssyni, Magnúsi Þórarinssyni, Hlyni Stefánssyni, Sigurjóni Pálssyni og Sigurði Þór Sveinssyni.

Úrslit úr öllum leikjum má nálgast hérna.

Lokastaða mótsins var eftir:

1. Golfklúbbur Vestmannaeyja*
2. Golfklúbbur Setbergs*
*GV og GSE leika í 2. deild 2018
3. Golfklúbbur Grindavíkur
4. Golfklúbburinn Flúðir

 

Kylfingur.is greindi frá.

Tags

GV

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.