Mildi að ekki varð slys er bryggjan gaf sig

22.Ágúst'17 | 11:26
bryggjutjon

Hér má sjá hvernig bryggjan fór nú í morgun. Ljósmyndir/TMS.

Mikil mildi var að ekki urðu slys á fólki er bryggjan við upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar gaf sig. Skömmu áður stóðu þarna áhafnarmeðlimir á Ísleifi VE og voru þeir nýbúnir að taka inn trollið. Skipið situr raunar fast þarna og er beðið eftir að það flæði að svo að hægt sé að færa skipið.

Svo virðist sem að efnið í bryggjunni hafi komist út undir þilin að neðan sem skilur eftir sig holrúm og við það gefur efsta lagið sig. Eyjar.net mun leita viðbragða frá Ólafi Snorrasyni hafnarstjóra vegna málsins. Fleiri myndir má sjá hér að neðan. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.