Dagbók lögreglunnar:

Grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna

22.Ágúst'17 | 12:22
logreglan

Ljósmynd/TMS.

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í liðinni viku þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp.  Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en eitthvað var þó um útköll vegna ölvunar.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni og var einn maður handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Auk þess er maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Við leit í bifreið mannsins fannst smáræði af ætluðu kókaíni.  Málið telst að mestu upplýst.

Alls liggja fyrir níu kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og má m.a. nefna of hraðan akstur, ólöglega lagningu ökutækja og brot á að virða stöðvunarskyldu. 

Þá komu upp þrjú mál þar sem öryggisbúnaði barna í ökutæki var ábótavant en skv. umferðarlögum skal barn undir 135 cm vera í viðurkenndum öryggisbúnaði sem hæfir hæð þess og þyngd.  Í ökutækjum má einungis nota öryggis- og verndarbúnað fyrir börn sem uppfyllir kröfur samkvæmt reglum ECE.

Í vikunni verður Grunnskóli Vestmannaeyja settur og má því búast við að gangandi vegfarendum fjölgi á leið til og frá skóla.   Lögreglan vill því beina því til ökumanna að fara varlega í umferðinni og þá sérstaklega í kringum skólana. Sérstaklega skal minnt á gangbrautarréttinn og eru ökumenn hvattir til að virða hann.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.