Pysjufjörið að fara af stað
- sjö pysjur komnar
21.Ágúst'17 | 16:30Nú er búið að koma með sjö lundapysjur í pysjueftirlit Sæheima. Pysjutímabilið hefur farið rólega af stað en fjörið er rétt að byrja og um að gera að kíkja eftir pysjum.
Miðað við nýjustu upplýsingar frá fræðingunum á Náttúrustofu Suðurlands er ýmislegt sem bendir til að þetta verði hið ágætasta pysjutímabil og vonumst við til að þeir verði sannspáir, segir í frétt á vefsvæði Sæheima.
Á myndinni er Hilmar Gauti Garðarsson með pysjuna sína sem fannst á Brimhólabraut. Hún var mjög flott og vóg 310 grömm, sem er vel yfir meðalþyngd lundapysja. Hinar pysjurnar hafa verið talsvert léttari en oftast eru fyrstu pysjur tímabilsins í léttari kantinum.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is