Fréttatilkynning:

Meirihluti sveitarfélaga útvegar börnum skólagögn endurgjaldslaust

21.Ágúst'17 | 08:39

Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Þá ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarþátttöku nemendanna vegna skólagagna. 

Þetta er niðurstaða könnunar Velferðarvaktarinnar sem Maskína framkvæmdi.

Velferðarvaktin hefur á liðnum árum lagt áherslu á að sveitarfélög haldi kostnaði heimila vegna skólasóknar barna í lágmarki þannig að slík útgjöld komi síður niður á námi og lífi barna í efnalitlum fjölskyldum.

Í könnuninni var haft samband við öll sveitarfélög í landinu og meðal annars spurt hvort nemendur í grunnskólum á þeirra vegum þyrftu sjálfir að greiða fyrir námsgögn s.s. ritföng og pappír, hvort sveitarfélögin greiddu þennan kostnað að fullu eða að hluta og jafnframt hvort þau hefðu sett sér einhverja stefnu hvað þetta varðaði. Spurt var hvernig þessum málum var háttað á síðasta skólaári og hvernig þeim yrði háttað á því sem er að hefjast.

 

Helstu niðurstöður:
 

  • Alls ætlar 41 sveitarfélag (55%) að greiða skólagögn nemenda að fullu á þessu skólaári og eru það ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög en í fyrra, sem voru þá 17 (23%).
     
  • Til viðbótar þeim sveitarfélögum sem ætla að afnema greiðsluþátttöku nemenda að fullu ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarhlutdeild nemenda í skólagögnum.

 

  • 78% sveitarfélaga hafa ýmist ákveðið að greiða að fullu fyrir námsgögn nemenda sinna eða lækka kostnaðarhlutdeild þeirra miðað við síðastliðið skólaár.

 

Umtalsverð kostnaðarþátttaka á svig við anda grunnskólalaga og Barnasáttmála

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir fagnaðarefni að meirihluti sveitarfélaga hafi tekið ákvörðun um að fella niður eða lækka þennan kostnað hjá nemendum líkt og könnunin leiðir í ljós: „Velferðarvaktin hefur einnig lagt til að 31. grein grunnskólalaga sem kostnaðarþátttakan hefur byggst á verði endurskoðuð. Könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga leiddi í ljós að upphæðirnar sem nemendur hafa þurft að greiða fyrir námsgögn eru mjög mismunandi, allt frá 0 kr. upp í rúmar 22.000 kr. á nemanda. Velferðarvaktin telur að kostnaðarþátttaka barnafjölskyldna upp á tugi þúsunda króna fyrir skólagögn samrýmist hvorki anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna né grunnskólalaganna “ sagði Siv Friðleifsdóttir.

 

Hér má sjá umrædda könnun.

Þessu tengt: Námsgögn ókeypis í 26 sveitarfélögum

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%