Rannsóknarverkefnið í Surtsey:

Leggja alla áherslu á að klára það verk sem hafið er

- þrátt fyrir að fyrsta tilraun til að búa til nýja holu hafi misheppnast

19.Ágúst'17 | 07:25
surtsey_cr

Surtsey. Mynd/úr safni.

Ekki hefur gengið sem skyldi með borun fram að þessu en áfram er leitað leiða til að ná markmiðum verkefnisins. Ætlunin var að bora tvær holur og vonast hópurinn sem vinnur rannsóknirnar til að það takist þó svo að holan hafi fallið saman á miðvikudag. 

Vegna þess að holan sem misheppnaðist verður ekki fóðruð, mun hún hverfa því hrun mun fylla hana og stífla á stuttum tíma. Því verða í mesta lagi tvær borholur eftir þegar verkefninu verður lokið. Von okkar er að Surtsey geti á næstu áratugum verið mikilvægur hlekkur í rannsóknum á lífkerfum í bergi.

Til þess þarf lóðrétta holu sem getur tekið við álfóðringunni sem flutt hefur verið til Surtseyjar. Þess vegna leggjum við alla áherslu á að klára það verk sem hafið er, þrátt fyrir að fyrsta tilraun til að búa til nýja holu hafi misheppnast. Þetta kemur fram á facebook-síðu Jarðvísindastofnunnar Háskólans.

Surtsey nýtur mjög strangrar verndunar og enginn fer þangað án leyfis Umhverfisstofnunar. Eyjan var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 2008. Ef markmið verkefnisins nást má gera ráð fyrir að niðurstöðurnar undirstriki enn frekar sérstöðu Surtseyjar og auki veg hennar og náttúrufræðilegt gildi.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.