Hæstiréttur:

Frávísun í máli Brims gegn Vinnslustöðinni

18.Ágúst'17 | 14:32
vsv_2016

Vinnslustöðin. Ljósmynd/TMS.

Hæstirétt­ur staðfesti í dag niður­stöðu Héraðsdóms Suður­lands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um. Brim krafðist ómerk­ing­ar stjórn­ar­kjörs á aðal­fundi og hlut­hafa­fundi VSV á ár­inu 2016.

Brim, sem á tæp­lega 33% hlut í Vinnslu­stöðinni, krafðist þess í fyrsta lagi að ómerkt yrði kjör Ein­ars Þórs Sverris­son­ar; Guðmund­ar Arn­ar Gunn­ars­son­ar, Ingvars Eyfjörð; Íris­ar Ró­berts­dótt­ur og Rut­ar Har­alds­dótt­ur í stjórn og kjör Eyj­ólfs Guðjóns­son­ar og Guðmundu Bjarna­dótt­ur í vara­stjórn, sem fram fór á hlut­hafa­fundi VSV 31. ág­úst 2016.

Í öðru lagi að ómerkt  kjör Ein­ars Þórs Sverris­son­ar; Guðmund­ar Arn­ar Gunn­ars­son­ar; Ingvars Eyfjörð; Íris­ar Ró­berts­dótt­ur og Rut­ar Har­alds­dótt­ur í stjórn og kjör Eyj­ólfs Guðjóns­son­ar og Guðmundu Bjarna­dótt­ur í vara­stjórn, sem fram fór á aðal­fundi stefnda þann 6. júlí 2016.

Í þriðja lagi að staðfest yrði með dómi að eft­ir­tal­in hefðu verið verið rétt­kjör­in í stjórn fé­lags­ins á aðal­fundi fé­lags­ins þann 6. júlí 2016 þau Guðmund­ur Kristjáns­son, Ingvar Eyfjörð, Íris Ró­berts­dótt­ir og Rut Har­alds­dótt­ir og í vara­stjórn Hjálm­ar Kristjáns­son og Guðmunda Bjarna­dótt­ir.

Í stjórn­ar­kjöri á aðal­fund­in­um urðu þeir Ingvar Eyfjörð og Guðmund­ur Kristjáns­son jafn­ir at­kvæðahæst­ir og fjór­ir ein­stak­ling­ar fengið jafn mörg at­kvæði um þau þrjú sæti er eft­ir stóðu. At­kvæðaseðill eins hlut­hafa skilaði sér ekki í kjör­kassa og hefði það at­kvæði ráðið úr­slit­um um stjórn­ar­kjörið.

Fund­ar­stjóri ákvað að end­ur­taka stjórn­ar­kjörið og bókuð var ákvörðun fund­ar­stjóra um að ógilda kosn­ingu og end­ur­taka hana, sem var mót­mælt af full­trúa minni­hluta hluta­hafa. Er stjórn­ar­kjörið var end­ur­tekið náðu full­trú­ar stefn­anda, Guðmund­ur Kristjáns­son og Hjálm­ar Kristjáns­son, ekki kjöri í stjórn og vara­stjórn.

 

Lesa má meira um málið á vef Vinnslustöðvarinnar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.