Holan komin vel niður fyrir heitasta hluta Surtseyjar

- stóð í 151 metrum í gærmorgun

17.Ágúst'17 | 06:59
surtsey_cr

Surtsey. Mynd/úr safni.

Í gær gekk borun erfiðlega eftir nokkuð góðan gang nóttina þar á undan. Holan stóð í 151 metrum í gærmorgun en síðan stóð borinn fastur mestallan daginn. Síðustu fréttir kl. 22 voru þó þær að hann væri laus og allt tilbúið til að halda áfram borun.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskólans. Þar segir ennfremur að Sveinn Jakobsson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun rannsakaði Surtsey frá því í gosinu 1963-67 og allt til æviloka. Sveinn lést á síðasta ári. Honum entist því ekki aldur til að taka þátt í boruninni nú, en hann studdi við undirbúning hennar. Auk þess að gera grundvallarmælingar á myndun og útbreiðslu móbergs í Surtsey stóð Sveinn m.a. að mælingum á hita í borholunni frá 1979 alla tíð og má sjá hluta þeirra mælinga á meðfylgjandi línuriti.

Holan er nú komin vel niður fyrir heitasta hluta Surtseyjar (120-125°C). Hitinn á 150 metrum er nú nálægt 75°C og þar fyrir neðan kólnar stöðugt. Miðað við kjarnann sem náðist fyrir 38 árum var gjóskan sem myndaðist í gosinu grófari neðan 140 metra dýpis, móbergsmyndun mun skemmra á veg komin og bergið lausara í sér en efnið sem ofar liggur. Illa samlímt berg er mun erfiðara í borun en það sem þéttara er. Dæling skolvatns til holunnar er nú í lagi og veldur ekki töfum. Við bíðum nú og sjáum til hvernig næturvaktinni gengur að komast niður í gegnum neðri lög Surtseyjar.

 

 

 

Tags

Surtsey

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.