Námsgögn ókeypis í 26 sveitarfélögum

- ekki verið tekin nein ákvörðun um breytingar hjá Vestmannaeyjabæ

16.Ágúst'17 | 06:50
born_grv_2017

Nemendur GRV. Mynd/facebooksíða GRV.

Nú hafa 26 sveitarfélög ákveðið að námsgögn verði ókeypis fyrir grunnskólanemendur. Í vor var mennta- og menningarmálaráðherra afhentur undirskriftalisti með á sjötta þúsund undirskriftum þar sem skorað var á yfirvöld að breyta grunnskólalögum og afnema gjaldtöku fyrir námsgögn.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeim fjölda sveitarfélaga sem hafa ákveðið að námsgögn verði grunnskólabörnum að kostnaðarlausu. Samtökin hafa frá árinu 2015 staðið fyrir vitundarvakningu og áskorunum til yfirvalda um að virða réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Í gjaldtöku felst einnig mismunun sem börn eiga rétt á vernd gegn.

Sveitarfélögin sem hafa stigið þetta skref eru Akranes, Akureyri, Blönduós, Bolungarvík, Borgarbyggð, Borgarfjarðarhreppur, Dalvík, Fjarðarbyggð, Garðabær, Garður, Grenivík (Grýtubakkahreppur), Grundarfjörður, Hafnarfjörður, Hornafjörður, Húnavatnshreppur, Hveragerði, Ísafjörður, Mosfellsbær, Mýrdalshreppur, Reykjanesbær, Sandgerði, Skagafjörður, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Snæfellsbær, Súðavíkurhreppur og Svalbarðsstrandahreppur.

Hvetjum þau sveitarfélög sem ekki hafa stigið þetta réttlætisskref að gera svo hið fyrsta og tryggja börnum þannig rétt sinn

„Við fögnum þessum fjölda sveitarfélaga og óskum þeim innilega til hamingju með þetta mikilvæga réttlætismál. Við lítum svo á að grunnskólinn eigi að vera hornsteinn jöfnuðar og hér er stigið mikilvægt skref í þá átt,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla; „Um leið hvetjum við þau sveitarfélög sem ekki hafa stigið þetta réttlætisskref að gera svo hið fyrsta og tryggja börnum þannig rétt sinn. Við höfum útbúið landakort sem sýnir þau sveitarfélög sem hafa þegar gert námsgögn ókeypis og það má gjarnan koma upplýsingum um ný sveitarfélög til okkar svo við getum bætt þeim inn á kortið.”

Þess má geta að nýverið ákvað bæjarráð Kópavogs að kanna kostnað við niðurgreiðslu námsgagna, segir í frétt Barnaheilla.

Hagsmunir nemenda að leiðarljósi

Hildur Sólveig Sigurðardóttir er formaður fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar. Eyjar.net spurði Hildi um hvort Vestmannaeyjabær hyggist bjóða uppá ókeypis námsgögn í grunnskólanum?

„Það sem af er kjörtímabils höfum við lagt höfuðáherslu á það sem kalla má mjúk málefni. Eins og flestir vita erum við núna í risaverkefnum við að byggja nýtt sambýli fyrir fatlaða, fjölga þjónustuíbúðum fyrir aldraða, byggja nýja þjónustuálmu við Hraunbúðir þar sem áhersla verður á þjónustu við fólk með heilabilun, byggja nýjar íbúðir til útleigu fyrir fatlaða, byggja nýja álmu við Kirkjugerði og ýmislegt fl.   Sem sagt málefni barna, fjölskyldna, fatlaðra, aldraðra og fleiri tengdra málaflokka hafa verið í brennidepli.  Ef við lítum til þess málaflokks sem ég fer fyrir þá höfum við stigið fast fram í að efla þjónustustigið.  Til marks um það er t.d. ákvörðun um að niðurgreiða þjónustu dagmæðra frá 9 mánaða aldri, fjölga leikskólaplássum, niðurgreiða íþróttir og tómstundir, veita fjármagni til gæðaeflingar í grunnskólum, aukin þjónusta frístundavers og ýmislegt fl.

Á seinustu misserum hefur víða verið rætt um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í námsgögnum og hefur fræðsluráðið hér áður rætt þann möguleika. Við höfum nú þegar tekið ákveðin skref í þá átt með sameiginlegum innkaupum fyrir hvern árgang til að tryggja lágmarkskostnað fyrir foreldra. Auk þess höfum við í áratugi greitt þennan kostnað ef foreldrar grunnskólabarna búa við aðþrengda fjárhagsstöðu. 

Ákvörðun um að greiða að fullu námsgögn fyrir grunnskólanemendur liggur ekki fyrir a.m.k að svo stöddu en málaflokkurinn er vissulega í sífelldri endurskoðun með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.” segir Hildur Sólveig.

 

Málið hefur komið upp áður

Á fundi fræðsluráðs þann 28. nóvember 2016 var bóka- og ritfangakostnaður vegna yngstu barna í GRV til umæðu.

Þar kom fram að mikilvægt væri að halda kostnaði í lágmarki. Þar var bent á að hjá GRV eru námsgögn keypt inn fyrir alla nemendur í 1. til 6.bekk með þeim tilgangi að lágmarka kostnað foreldra og hefur verið mikil ánægja með það fyrirkomulag. Stefnt er að því að umrætt fyrirkomulag verði fyrir alla bekki GRV. 

Sonja Andrésdóttir fulltrúi E-listans bókaði þar: "Að sá bóka-og ritfangakostnaður, sem fallið hefur á foreldra barna á fyrsta ári í Grunnskóla Vestmannaeyja, verði þeim að kostnaðarlausu". 

"Meirihluti fræðsluráðs er hlynntur því fyrirkomulagi sem viðhaft er í GRV vegna kostnaðar námsgagna og telur heppilegast að halda því áfram. 

Trausti Hjalstason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Sindri Haraldsson, Silja Rós Guðjónsdóttir

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.