Vinnslustöðin seldi oftast karfa í Þýskalandi fyrir hærra verð en íslenskir seljendur fengu að jafnaði

15.Ágúst'17 | 20:18
GunnarHeidarAndlitNamsins

Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/aðsend.

Vinnslustöðin fékk nær alltaf meira greitt fyrir ferskan, heilan karfa á Þýskalandsmarkaði frá janúar 2016 til maí 2017 en sem svaraði til jafnaðarverðs sömu vöru allra íslenskra seljenda á sama markaði á þessum tíma. 

Mestu munaði í mars 2017 þegar söluverð VSV var nær 24% yfir landsmeðaltalinu. Þetta kemur fram í skýrslu Eyjamannsins og knattspyrnumannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem hann vann að í starfsnámi sínu í haftengdri nýsköpun við Háskólann í Reykjavík. Heimasíða Vinnslustöðvarinnar greinir frá.

Markmiðið var að greina stöðu mála á karfamarkaði í Þýskalandi með því að rýna í gögn Hagstofu Íslands og greiningarfyrirtækisins Markó Partners um útflutning íslenskra sjávarafurða og ræða við markaðsfólk og sérfræðinga í matvælasölu og karfaviðskiptum á Þýskalandsmarkaði hérlendis og erlendis. Þá fékk skýrsluhöfundur upplýsingar frá Vinnslustöðinni og bar þær saman við gögn Hagstofunnar.

Íslenskur karfi er seldur til Þýskalands í fjórum afurðaflokkum. Sá langstærsti er heill, ferskur karfi og þannig er líka mestallur karfi sem Vinnslustöðin selur Þjóðverjum.

Frá janúar 2016 til maí 2017 fékk Vinnslustöðin oftast 3,5-8,5% meira fyrir kílógrammið af heilum, ferskum karfa á Þýskalandsmarkaði en sem svaraði til íslenska meðalverðsins fyrir sömu vöru. Munurinn var mestur í mars 2017 (23,8%) og í apríl 2017 (20%).

Hafa ber í huga að þarna er borið saman FOB-verð (söluverð að frádregnum flutningskostnaði og öðrum kostnaði sem til fellur vegna útflutningsins.

Sömuleiðis skal haft í huga vð samanburðinn að söluverð karfa Vinnslustöðvarinnar er að sjálfsögðu með í landsmeðaltalinu og tosar það að sjálfsögðu umtalsvert upp á við! 

 

Allt viðtalið við Gunnar Heiðar má lesa á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.