Oddviti Eyjalistans:

Skilur ekki á hverju strandar

- samráðshópur um samgöngur á sjó ekki enn tekinn til starfa

15.Ágúst'17 | 06:45
herjolf_stebbi_j

Stefán Óskar fagnaði skipun hópsins fyrir tæpu ári, en enn bólar ekkert á störfum hópsins. Samsett mynd.

Eyjar.net greindi frá því um helgina að samráðshópur sem til stóð að tæki til starfa fyrir tæpu ári síðan hafi ekki enn hafið störf. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hafði skipað sinn fulltrúa í nefndina en þar við situr.

Við inntum Stefán Óskar Jónasson, oddvita Eyjalistans svara um hvort málið væri strand?

„Ja, ég sé ekki betur. Sjálfur hef ég í það minnsta í þrígang spurts fyrir um þennan hóp en ávallt er mér svarað að beðið sé eftir skipun úr ráðuneytinu. Ég skil bara ekki á hverju málið strandar.”

Aðspurður segir Stefán þetta bagalegt. „Það er rétt sem fram kemur í grein Eyjar.net að tilefnin eru æði mörg sem þessi hópur hefði getað komið að, ef hann hefði verið skipaður strax í kjölfarið á ákvörðun ráðherra um að setja hann á laggirnar.”

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.