Borholan í Surtsey orðin 93 metrar

Fyrsti kjarninn fluttur til Heimaeyjar

14.Ágúst'17 | 08:06
bor_surtsey_jardvisindast_hi

Myndin sýnir borinn í Surtsey. Mynd/Jarðvísindastofnun Háskólans.

Þrátt fyrir vandræði með að ná nægu skolvatni fyrir borinn hefur tekist að bora 30 metra á síðustu 36 tímum. Holan var 93 metra djúp á vaktaskiptunum kl. 20 í gærkvöld. 

Í gær urðu þau tímamót að fyrstu 80 metrarnir af kjarna voru fluttir með þyrlu Norðurflugs til Heimaeyjar. Þar hefjast mælingar á gerð hans og eiginleikum.

Í gær gerðist það einnig að Björgunarfélag Vestmannaeyja flutti 16 1100 lítra tanka úr plasti til Surtseyjar. Sjó verður dælt í tankana á flóði og þeir síðan nýttir sem vatnsforðabúr svo ekki verði tafir vegna vatnsskorts á fjörunni. Vonir eru bundnar við að með þessum og fleiri aðgerðum verði komist fyrir vandræðin með skolvatnið fyrir borinn.

Holan nær nú niður í heitasta hluta Surtseyjar, þar sem berghiti er um 120 gráður. Þarna hefur jarðhitinn valdið breytingum á móberginu og fyrstu vísbendingar eru þær að bergið hafi ummyndast mikið á þeim 38 árum sem liðin eru frá því borað var í eynni sumarið 1979. Frekari greiningar á kjarnanum munu skera úr um þetta, segir í færslu á facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is