Eyjar líklegastar til að hanga þurrar

6.Ágúst'17 | 10:14
dalur_brekkan2016

Frá Þjóðhátíð. Mynd/Gunnar Ingi.

Það eru víða líkur á skúrum í dag og síðdegis verða sums staðar hellidemur samkvæmt spá Veðurstofu. Útlit er fyrir hæga breytilega átt, en hvassara á vesturströndinni, allt að 10 m/s. Hitinn verður svipaður og verið hefur, eða 10 til 15 stig nokkuð víða.

„Það vill svo til að Vestmannaeyjar er sá staður sem er einna líklegastur til að hanga þurr við þá stöðu sem nú er á veðrakerfum. Ef falla skúrir í eyjum ættu þeir altént ekki að verða efnismiklir,“ segir í pistli veðurfræðings.

Á morgun er spáð norðlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s. Einhver væta gæti gert vart við sig nokkuð víða, en útlit er fyrir að það haldist þurrt um landið suðvestanvert.

 

Ruv.is greinir frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.