Neyðarblys bjargaði mann­in­um

5.Ágúst'17 | 23:21
ribsafari

Rib Safari lánaði Björgunarfélaginu bát í útkallið í kvöld. Mynd/aðsend.

Maður­inn sem lenti í vand­ræðum á sæþotu skammt frá Land­eyja­höfn fyrr í kvöld féll ekki í sjó­inn held­ur varð eldsneyt­is­laus og komst því ekki í land. Maður­inn var með neyðarblys meðferðis og gat þannig gert björg­un­ar­sveit­um viðvart.

„Við sáum blys frá hon­um þegar við erum á leiðinni í átt frá Land­eyja­höfn og hann er þá tölu­vert aust­ar en við þannig að við tök­um bara stefn­una þangað og erum fljót­ir til hans,“ Kjart­an Vídó Ólafs­son hjá Björg­un­ar­fé­lagi Vest­manna­eyja í sam­tali við mbl.is.

Þar sem björg­un­ar­bát­ur­inn Þór frá Björg­un­ar­fé­lag­inu var stadd­ur í öðru út­kalli við Þjórsárósa fékk björg­un­ar­sveit­in bát frá fyr­ir­tæk­inu Rib Safari til umráða og gat þannig komið mann­in­um til bjarg­ar. Vill Kjart­an fyr­ir hönd Björg­un­ar­fé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um skila bestu þökk­um til Rib Safari fyr­ir lánið á bátn­um.

„Við fund­um hann sem bet­ur fer bara fljótt og dróg­um hann í land. Hann var heill heilsu og ekk­ert blaut­ur eða kald­ur eða neitt þannig þetta gekk eins vel og hægt er,“ seg­ir Kjart­an. Maður­inn var tek­inn um borð í bát­inn og siglt með hann og sæþot­una í eft­ir­dragi til Vest­manna­eyja.

 

Mbl.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).