Samgönguráðherra á Þjóðhátíð með Akranesi

3.Ágúst'17 | 06:40
IMG_4291-001

Ferjan Akranes verður aftur í Eyjum á morgun, föstudag. Mynd/TMS.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætlar að sigla með háhraðaferjunni Akranesi á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Jón segir að hann hafi fyrst bókað flug til og frá Vestmannaeyjum. 

Eftir að ráðuneyti hans felldi úr gildi þá ákvörðun Sam­göngu­stofu að veita ekki und­anþágu fyr­ir sigl­ing­ar ferj­unn­ar Akra­ness á milli Vest­manna­eyja og Land­eyja­hafn­ar afbókaði Jón flugmiða fyrir sig og eiginkonu sína og pantaði þess í stað far með ferjunni til Eyja á föstudag og aftur til Landeyjahafnar á mánudag.

Ferðalög höfðu ekki áhrifJón Gunnarsson

Í samtali við Magasínið á K100 í gær sagði Jón að ferðalög hans hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun að leyfa siglingar Akraness á Þjóðhátíð. Orðið hafi verið við ósk Eimskips og Vestmannaeyjabæjar að nota ferjuna í tvo daga við fólksflutninga vegna hátíðarinnar, næstkomandi föstudag og mánudag.

Sambærilegar siglingaleiðir

Aðspurður hvers vegna ráðuneytið hafi heimilað siglingar ferjunnar til Eyja sem Samgöngustofa lagðist gegn segir Jón að ekkert sýni fram á að það sé meiri hætta á umræddri siglingaleið samanborið við leiðina milli Reykjavíkur og Akraness.

Mikill þrýstingur vegna málsins

Samgönguráðherra segir það ekkert launungamál að mikill þrýstingur hafi verið vegna málsins en það hafi ekki haft áhrif á vinnslu þess í ráðuneytinu. Ekki sé ástæða til að standa í vegi fyrir siglingum Akraness til og frá Vestmannaeyjum að því gefnu að Eimskip, sem rekur ferjuna, uppfylli sömu öryggiskröfur á báðum siglingaleiðum hennar.

Ósammála Samgöngustofu

Jón segist ekki sammála því mati Samgöngustofu að of mikið álag verði á áhöfn ferjunnar við siglingar á Þjóðhátíð. Hann gagnrýnir einnig það mat Samgöngustofu að ferðir skipsins milli Reykjavíkur og Akraness flokkist sem útsýnissiglingar, að því er fram kom hjá Hvata og Huldu í Magasíninu á K100.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.