Gott gengi í makrílnum fyrir þjóðhátíðarstopp

3.Ágúst'17 | 14:50

Makrílvinnslan hófst fyrir um hálfum mánuði. Nú ríkja breyttir tímar með nýjum framleiðslutækjum og á fyrstu vikunum er ný flokkunarstöð „keyrð upp“ og ný pökkunarlína sömuleiðis í nýju vinnslu- og frystihúsi.

„Mikil breyting, já svo sannarlega,“ segir Sindri Viðarsson sviðstjóri hjá Vinnslustöðinni.

„Skilvirkur og góður gangur í framleiðslunni, meiri afköst og betri vara. Makríllinn sjálfur er góður en  gangurinn í veiðunum er skrykkjóttur á köflum. Það hefur komið fyrir að vaktir hjá okkur hafa dottið út vegna hráefnisskorts.

Makríllinn veiðist núna við Snæfellsjökul og jafnvel enn norðar. Hingað til höfum við yfirleitt veitt við Eyjar fyrir þjóðhátíð en makríllinn hefur svo verið genginn vestar að þjóðhátíðarstoppi loknu. Svona gengur þetta hins vegar fyrir sig í ár.“

Það var og. Makríllinn hefur tekið þjóðhátíðina sem hegðunarviðmið ekki síður en sjálfir Eyjamennirnir sem veiða hann og frysta!

Dottið er nú á þjóðhátíðarlogn í flota og landvinnslu VSV. Síðasti vinnudagur var í gær og sá næsti að líkindum ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku.

„Menn hlupu nánast frá færiböndunum upp í Herjólfsdal í gær til að ná í stæði fyrir þjóðhátíðartjöldin sín. Svo byrjaði djammið og við gerum ráð fyrir að það fari vika í hátíðarhöldin og að jafna sig í framhaldinu!“ segir sviðsstjórinn – sem að sjálfsögðu hljóp sjálfur líka og gómaði lóð í Herjólfsdal fyrir sig og sína í kapphlaupi í dalnum.

 

vsv.is

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-