Sérsveitin snýr aftur á Þjóðhátíð í Eyjum

2.Ágúst'17 | 11:59
IMG_0113

Lögreglan fær til liðs við sig sérsveitarmenn á þjóðhátíð í ár. Mynd/Gunnar Ingi.

Tveir sérsveitarmenn verða að störfum á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Þetta staðfestir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Sérsveitamennirnir koma að beiðni lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.

Töluverð umræða skapaðist eftir að vopnaðir sérsveitarmenn sáust við löggæslustörf í Litahlaupinu í miðborg Reykjavíkur í byrjun sumars.  Tveir til fjórir sérsveitarmenn voru síðan með Glock 17-skammbyssur þegar 17. júní var haldin hátíðlegur. Ruv.is greinir frá.

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum RÚV fyrr í sumar að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefði ítrekað óskað eftir því að fá sérsveitarmenn til að aðstoða sig við löggæslustörf. 

Jóhannes segir að þetta sé í fyrsta skipti í þrjú ár sem sérsveitarmenn verða við löggæslustörf á hátíðinni en fram að þeim tíma hafi sérsveitarmenn oft verið lögreglunni til aðstoðar - eitt árið hafi þeir til að mynda verið fjórir.

Þjóðhátíðin í Eyjum er stærsta útihátíðin um verslunarmannahelgina en reiknað er með að fimmtán þúsund gestir verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld þegar hún nær hámarki.  

 

Ruv.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.