Sérsveitin snýr aftur á Þjóðhátíð í Eyjum

2.Ágúst'17 | 11:59
IMG_0113

Lögreglan fær til liðs við sig sérsveitarmenn á þjóðhátíð í ár. Mynd/Gunnar Ingi.

Tveir sérsveitarmenn verða að störfum á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Þetta staðfestir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Sérsveitamennirnir koma að beiðni lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.

Töluverð umræða skapaðist eftir að vopnaðir sérsveitarmenn sáust við löggæslustörf í Litahlaupinu í miðborg Reykjavíkur í byrjun sumars.  Tveir til fjórir sérsveitarmenn voru síðan með Glock 17-skammbyssur þegar 17. júní var haldin hátíðlegur. Ruv.is greinir frá.

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum RÚV fyrr í sumar að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefði ítrekað óskað eftir því að fá sérsveitarmenn til að aðstoða sig við löggæslustörf. 

Jóhannes segir að þetta sé í fyrsta skipti í þrjú ár sem sérsveitarmenn verða við löggæslustörf á hátíðinni en fram að þeim tíma hafi sérsveitarmenn oft verið lögreglunni til aðstoðar - eitt árið hafi þeir til að mynda verið fjórir.

Þjóðhátíðin í Eyjum er stærsta útihátíðin um verslunarmannahelgina en reiknað er með að fimmtán þúsund gestir verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld þegar hún nær hámarki.  

 

Ruv.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).