Fréttatilkynning:

Mikil ásókn í flug um verslunarmannahelgina

2.Ágúst'17 | 15:54
lending_ernir

Vél Ernis að lenda í Eyjum. Í bakgrunn má sjá Herjólfsdal. Mynd/TMS.

Flugfélagið Ernir heldur uppi loftbrú til og frá Vestmannaeyja um næstu helgi. Mikil ásókn er í flug á Þjóðhátíð í Eyjum og er til að mynda orðið fullt frá Eyjum til Reykjavíkur á mánudaginn. Enn er verið að bæta við flugferðum á föstudegi, laugardegi og sunnudegi til að anna eftirspurn. 

Búast má við að félagið fljúgi hátt i 400 manns til Eyja um helgina og um 300 manns frá Eyjum á mánudeginum.

Einnig flýgur Flugfélagið Ernir á Höfn í Hornafirði, Húsavík og Bíldudal ásamt leiguflugi um helgina og er eftirspurn í flug á þá áfangastaði einnig mikil og hafa aukaferðir verið settar. Það er því mikil og stór helgi framundan í fluginu og farþegafjöldi sem nýtir sér innanlandsflugið mikill, segir í tilkynningu frá Flugfélaginu Erni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.