Þjóðhátíð:

Banna flug fjarstýrðra loftfara

inni í Herjólfsdal

2.Ágúst'17 | 18:01
IMG_1187

Flug allra fjarstýrðra loftfara er bannað yfir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Mynd/Gunnar Ingi.

Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið sem umráðamaður yfir Herjólfsdal næstu helgi að banna flug allra fjarstýrðra loftfara, svokallaða dróna inni í Herjólfsdal á meðan Þjóðhátíð Vestmannaeyja stendur yfir frá 4. ágúst til 7. ágúst 2017. 

Bannið er sett til að tryggja öryggi þjóðhátíðargesta. Í Herjólfsdal verða eingöngu fjarstýrð loftför á vegum þjóðhátíðarnefndar og viðbragðsaðila, segir í tilkynningu frá lögregluembættinu í Vestmannaeyjum.

Auglýsing um breytingar á umferð í Vestmannaeyjum meðan þjóðhátíð 2017 stendur:

Hámarkshraði á Dalvegi 15 km/klst og framúrakstur bannaður. Þá verður hámarkshraði á Hamarsvegi frá Áshamri að Brekkugötu 30 km/klst. Umferð um Dalveg er einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. Bifreiðastöður verða einungis heimilar á sérmerktum bifreiðarstæðum. Búast má við að bifreiðar, sem lagt er andstætt banni þessu verði fjarlægðar og teknar í vörslu lögreglu á kostnað eiganda.

Þá er akstur stærri ökutækja bannaður á Dalvegi nema þeir sem eru á vegum þjóðhátíðarnefndar til fólks- eða vöruflutninga.
Biðskylda á Dalvegi fyrir umferð á Hamarsvegi verður með óbreyttum hætti.

Breyting þessi tekur gildi föstudaginn 04.ágúst nk. kl.13:00 og gildir til mánudagsins 07. ágúst. kl.19:00.

Þar sem bifreiðarstæði verða mjög takmörkuð við Dalveg er þjóðhátíðargestum bent á sérstaklega merkt bifreiðarstæði í nágrenni við Herjólfsdal á öðrum merktum svæðum sem auglýst hafa verið.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).