Hvíslið:
Nýsmíðin verði varaferja?
1.Ágúst'17 | 08:38„Við erum nú að smíða nýtt skip, nýjan Herjólf, sem áætlað er að komi í júní á næsta ári. Í mínum huga verðum við að gera ráðstafanir til þess að vera með þriðju ferjuna, sem getur þá komið inn á álagstímum og ekki síður til að geta leyst af þegar þessi skip fara í reglubundið viðhald. Eins ef að það koma upp einhver óhöpp eða bilanir þannig að það þurfi að brúa bilið.”
Þessi orð lét Jón Gunnarsson, samgönguráðherra falla í viðtali á Rás 2 í gær. Nú er hvíslað um það í Eyjum að þetta sé góð hugmynd hjá ráðherra.
Það færi betur á því að nýsmíðin yrði þá eftir alltsaman notuð sem varaferja fyrir aðrar ferjur í landinu og Eyjamenn fengju ferju sem tilheyrir 21. öldinni!
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...