Vill þriðju ferjuna í innanlandssiglingar

31.Júlí'17 | 09:03
jon_gunnars_althingi

Jón Gunnarsson samgönguráðherra

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að nauðsynlegt sé að kaupa þriðju ferjuna til að tryggja ferjusiglingar innanlands.

Fara vel yfir rökstuðning Samgöngustofu

Stjórnsýslukæra Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Vestmannaeyja vegna synjunar Samgöngustofu á að Eyjamenn fái að nota Akranesferjuna um Verslunarmannahelgina verður tekin fyrir í samgönguráðuneytinu í dag. Jón sagðist í Morgunútvarpinu á Rás 2 taka undir með forstjóra Samgöngustofu að öryggi yrði ávalt að vera í fyrirrúmi. Hann segir hins vegar að ráðuneytið muni fara vel yfir rökstuðning Samgöngustofu fyrir því að Akranesferjan geti siglt á milli Reykjavíkur og Akraness, en ekki til Vestmannaeyja, þar sem um sambærilegt hafsvæði er að ræða.

Nauðsynlegt að fá þriðju ferjuna

Jón segir að ástandið í ferjusiglingum núna kalli á breytingar. Nauðsynlegt sé að fá þriðju ferjuna til landsins, til viðbótar við Herjólf og Baldur. „Við erum nú að smíða nýtt skip, nýjan Herjólf, sem áætlað er að komi í júní á næsta ári. Í mínum huga verðum við að gera ráðstafanir til þess að vera með þriðju ferjuna, sem getur þá komið inn á álagstímum og ekki síður til að geta leyst af þegar þessi skip fara í reglubundið viðhald. Eins ef að það koma upp einhver óhöpp eða bilanir þannig að það þurfi að brúa bilið" segir Jón.

Erfitt að finna skip til að leigja

„Við þurfum að bregðast við þessu. Við finnum það núna þegar við erum að skoða afleysingarskip fyrir Herjólf, sem þarf að koma hingað í tvær vikur í september. Við erum að reyna að finna ferju erlendis til þess að leigja. En það  er ekki einfalt mál. Það er bara vandamál að finna viðeigandi skip til þess að sinna þessum siglingum. Ég tel að aðstæður séu orðnar þannig að það verði ekkert búið við annað en að hafa varaskip til þess að geta sinnt þessu" segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra.

 

Ruv.is greinir frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).