900 Grillhús skiptir um eigendur

Eyjamaðurinn Ingimar Andrésson og fjölskylda taka við staðnum

31.Júlí'17 | 08:47
900_grillhus_2017

900 Grillhús. Ljósmynd/TMS.

Eigandaskipti hafa orðið á veitingastaðnum 900 Grillhús. Jóhanna Inga Jónsdóttir og Hólmgeir Austfjörð sem rekið hafa staðinn frá 2010, eða í rúm 7 ár, settu 900 Grillhús á sölu í fyrra. Áður ráku þau Topppizzur í um 4 ár.

Hólmgeir greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Þar segir hann að nú fyrir stuttu hafi þeim borist tilboð sem þau hefðu samþykkt eftir smá samningaviðræður.

Nýir eigendur taka við rekstrinum á morgun

Nýir eigendur taka við rekstrinum þriðjudaginn 1 ágúst. Það verða engar breytingar gerðar að svo stöddu og munu Jóhanna og Hólmgeir standa vaktina með nýjum eigendum til að koma þeim inn í nýtt hlutverk.

„Það er Eyjamaðurinn Ingimar Andrésson og fjölskylda hans sem kaupa. Við óskum þeim velfarnaðar í nýju hlutverki.

Okkur langar þvi að þakka fyrir samfylgdina þessi 11 ár sem við höfum rekið staðinn, frábær og traustur kúnnahópur hefur gert okkur auðveldara fyrir i daglegum rekstri. Þetta hefur liðið hratt og nú bíða væntanlega ný verkefni, hver sem þau svo sem verða.” segir í færslu Hólmgeirs.

Að endingu þakka fráfarandi eigendur fyrir sig.

 

Uppfært kl.08.58:

Í fréttatilkynningu frá fráfarandi- og nýjum eigendum segir að hjónin Hólmgeir Austfjörð og Jóhanna Inga Jónsdóttir hafi rekið 900 Grillhús og Topppizzur frá árinu 2006 og hafa því rekið veitingahúsið í ellefu ár.  Nú hyggjast Grillhúshjónin söðla um og hafa selt reksturinn.  Ellefu ár hafa liðið hratt, verið ánægjuleg og tryggir viðskiptavinir hafa verið traust undirstaða að farsælum veitingastað.

Þann 1. ágúst n.k. taka við rekstrinum hjónin Ingimar Sveinn Andrésson og Berglind Guðmundsdóttir er þeim óskað alls velfarnaðar og gæfu í rekstrinum og um leið er viðskiptavinum þökkuð góð viðskipti í áranna rás sem og þeim fjölmörgu sem hafa komið að 900 Grillhúsi.

 

Vestmannaeyjum 31. júlí 2017

Með virðingu og þakklæti,

Hólmgeir Austfjörð

Jóhanna Inga Jónsdóttir

Ingimar Sveinn Andrésson

Berglind Guðmundsdóttir

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is