Plan C að ráðherra stígi inn í málið

29.Júlí'17 | 22:59
ellidi_akranes

Mynd/samsett.

„Plan C er að ráðherra stígi inn í þetta mál og vindi ofan af þess­ari endem­is vit­leysu Sam­göngu­stofu,“ seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, um höfn­un á beiðni bæj­ar­ins um af­not á ferj­unni Akra­nes. Ferj­an hafi þegar verið vara­áætl­un og ekki komi til greina að leigja ann­an bát. 

Bæj­ar­yf­ir­völd ætli frek­ar að fara alla leið. Geðþótta­ákv­arðanir stjórn­valda megi ekki ráða. Mbl.is greinir frá.

Sam­göngu­stofa ákvað ný­lega að ferj­an Akra­nes fái ekki leyfi til sigl­inga á milli Eyja og lands um versl­un­ar­manna­helg­ina. Ferj­an hef­ur heim­ild til farþega­flutn­inga milli Akra­ness og Reykja­vík­ur á hafsvæði C en hafsvæðið milli Land­eyja­hafn­ar og Vest­manna­eyja er sömu­leiðis í flokki C. Vest­manna­eyja­bær kærði í beinu fram­haldi ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar og krafðist að sam­gönguráðuneytið felli úr gildi ákvörðun Sam­göngu­stofu.  

Plan C að ráðherra vindi ofan af vit­leys­unni

Að sögn Elliða var ferj­an Akra­nes þegar vara­áætl­un Vest­mann­ey­inga. „Þetta er plan B, þessi ferja. Við ætluðum að leigja ná­kvæm­lega eins ferju, með öll sömu leyfi og þessi, sem var í öll­um atriðum eins,“ seg­ir Elliði. Sam­göngu­stofu hafi sýnt já­kvæð viðbrögð um leigu á þeirri ferju en bát­ur­inn hafi svo runnið þeim úr greip­um. Þegar bæj­ar­yf­ir­völd hafi stungið uppá notk­un á Akra­nesi, hafi komið annað hljóð í strokk­inn af ástæðulausu, að mati Elliða.

Nú ætl­ar hann að fylgja eft­ir kæru bæj­ar­ins, ann­ar bát­ur komi ekki til greina. „Plan C er að ráðherra stígi inn í þetta mál og vindi ofan af þess­ari endem­is vit­leysu Sam­göngu­stofu,“ seg­ir Elliði. „Þessu verður fylgt eft­ir alla leið og við mun­um halda þessu máli al­gjör­lega til streitu og ég trúi ekki að þetta verði erfitt mál fyr­ir yf­ir­menn þess­ar­ar stofn­unn­ar,“ bæt­ir hann við.

Geðþótti eigi ekki að ráða

Elliði seg­ir ákvörðun Sam­göngu­stofu hafa ein­kennst af geðþótta. „Við meg­um ekki búa við geðþótta­ákv­arðanir stjórn­valda,“ seg­ir hann. „Við höf­um lög, við höf­um reglu­gerðir, en geðþótti á ekki að ráða,“ seg­ir hann.

Rök­stuðning­ur Sam­göngu­stofu gangi ekki upp, til dæm­is hafi Sam­göngu­stofa bent á að leið ferj­unn­ar milli Akra­ness og Reykja­vík­ur sé út­sýn­is­leið, sem Elliða þykir mjög ein­kenni­legt: „Al­gjör­lega frá­leit­ur mál­flutn­ing­ur.“

Unga fólk­inu ekki treyst­andi

Þá seg­ir Elliði að Sam­göngu­stofa hafi í orðræðu sinni gefið í skyn að farþegar yfir versl­un­ar­manna­helgi hafi haft nei­kvæð áhrif á um­sókn­ina. „For­stjóri Sam­göngu­stofu seg­ir að ástandið á farþegum til Vest­mann­eyja sé þannig að það sé ekki hægt að heim­ila það. Þar er hann vænt­an­lega að vísa til þess að unga fólk­inu okk­ar sé ekki treyst­andi og þau séu öll út­úr­drukk­in, “ seg­ir hann.

Hann bæt­ir við að slík full­yrðing sé ein­fald­lega ekki sönn, gest­ir yfir hátíðina séu prúðbún­ir, og hann trúi ekki að „ís­lensk­ir emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­menn á Íslandi geti gengið fram með svona þvætt­ing“.

Veiti bæj­ar­bú­um ör­yggi

Ferj­an hefði veitt bæj­ar­bú­um og gest­um ákveðið ör­yggi yfir hátíðina, til dæm­is þegar komi til sjúkra­flutn­inga. Yf­ir­völd hefðu getað brugðist skjótt við, ef óhöpp gerðust yfir helg­ina.

„Þarna erum við þá með ferju sem get­ur flutt sjúkra­bör­ur eða veikt fólk og fleiri en tvo í einu, á þess­um mikla hraða. Þetta er þannig aukið ör­yggi og brýn­ir okk­ur enn­frek­ar til þess að láta ekki und­an,“ seg­ir hann.

 

Mbl.is

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...