Þjóðhátíð:

Myllan á nýjum stað

29.Júlí'17 | 10:10
myllan_2017

Myllan er tignarleg á nýjum stað í Herjólfsdal. Mynd/TMS.

Stórtíðindi þessarar Þjóðhátíðar eru án efa þau að Myllan, eitt glæsilegasta mannvirki Þjóðhátíðarinnar er komin á nýjan stað í Herjólfsdal.  Af því tilefni slógu Eyjar.net á þráðinn til Jóhanns Péturssonar myllustjóra og inntu eftir skýringum.

„Já, Myllan er komin á nýjan stað og allt í fullkominni sátt og samlyndi við aðalstjórn og þjóðhátíðarnefnd.  Málið er að aðalstjórn kom að máli við mig og Braga Steingrímsson verndara Myllunnar og óskuðu eftir því að Myllan yrði færð á núverandi stað. Ástæða þessa er einfaldlega mikil eftirspurn og vinsældir Myllunnar meðal Þjóðhátíðargesta.  

Myllan var áður við hringtorgið inn í Dal og og sakir vinsælda Myllunnar var umferðaröngþveiti um Þjóðhátíðina.  Með nýrri staðsetningu gnæfir Myllan yfir Dalinn og því geta gestir Þjóðhátíðar notið hennar enn betur en áður fyrr.” segir Jóhann.

En veistu hvort það hefur komið til tals að önnur mannvirki Dalsins verði færð?  

Ég veit til þess að Vitinn sótti um að vera þar sem Myllan var áður en aðalstjórn hafnaði þeirri beiðni strax og vildi reyndar að Vitinn yrði settur upp í porti því sem félagið á niðri í bæ.  Veit ekki hvernig það mál fór að lokum.

En hvernig hafa Eyjamenn tekið nýrri staðsetningu?

Þeir hafa tekið henni gríðarlega vel.  Þingholtarnir eru auðvitað í sjöunda himni enda hafa þeir stundum átt erfitt með að rata í tjöldin sín um Þjóðhátíðina en nú geta þeir tekið mið af Myllunni og komast örugglega heim.

Annars lítur Þjóðhátíðin bara ljómandi vel út og það verður án efa gleði ríkjandi, ekki bara vegna Myllunnar heldur bara almennt þá eru allir í góðu skapi á Þjóðhátíð og láta Vitann ekki breyta því.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is