Landeyjahöfn:

Kom bæjarstjóra á óvart að sjá hversu gott dýpið er

27.Júlí'17 | 11:15

„Í morgun barst mér nýjasta dýptarmæling úr Landeyjahöfn. Sannast sagna kom mér á óvart að sjá hversu gott dýpið þó er þótt vissulega séu grynningar við austurgarðinn sem þarf að fjarlægja.” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri á facebook-síðu sinni áðan. Með þessu birtir hann mælingar sem gerðar voru á mánudaginn sl.

Dísan væntanleg á sunnudaginn

Þá segir bæjarstjóri að þangað til að geti þurft að hliðra til ferðum þegar alda er há. Illu heilli hefur tekið nokkurn tíma að fá dýpkunarskip en vonir standa til að Dísan verði komin til verksins á sunnudaginn.

„Þeir aðilar sem ég ræddi við telja að það taki Dísuna 1 til 2 daga að ná fullu dýpi milli garða. Eftir það fer hún væntanlega í viðhaldsdýpkun 5 til 6 daga.” segir Elliði og bætir við að svo stöddu sé því ekki ástæða til að halda að dýpið eitt og sér valdi vanda í samgöngum við Vestmannaeyjar um þjóðhátíðina.

„Það er líka huggun harmi gegn að vita að það svæði sem er til vandræða núna er einmitt hluti af því svæði sem dýpka á úr landi strax í vetur. Framkvæmdir vegna þess eru á leið í útboð.

Að gefnu tilefni er ástæða til að minna á að Vestmannaeyjabær/bæjarstjórn hefur ekkert vald eða umboð þegar kemur að samgöngum. Þær eru (því miður) verkefni ríkisins.” segir Elliði á facebook-síðu sinni. Þar má sjá fleiri myndir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.