Fréttatilkynning:

Hjólað óháð aldri með vind í vanga

27.Júlí'17 | 08:27
hraunb_fd

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS.

Í dag, fimmtudag kl. 15:30 verður vígt við Hraunbúðir hjól sem Vestmannaeyjabær og Kvenfélagið Heimaey hafa fest kaup á og er ætlað til notkunar fyrir aldraða og fatlaða í Vestmannaeyjum. 

Hjólið er rafknúið þríhjól þar sem einn eða tveir farþegar sitja í þægilegu sæti fyrir framan hjólarann. Hjólið verður staðsett til skiptis á Hraunbúðum, við hæfingarstöðina Heimaey og við þjónustuíbúðirnar Vestmannaeyjabraut.

Þessi hjól hafa verið að ryðja sér til rúms um allan heim undir nafninu Hjólað óháð aldri (cyclingwithoutage.org, cyclingudenalder.dk). Nokkur slík hjól eru nú þegar til hérlendis og hafa gefið góða raun.

Verkefnið er samfélagsverkefni þar sem sjálfboðaliðar gefa kost á sér til að hjóla með fólki. Þeir sem verða hjólarar þurfa að sitja námskeið til að mega hjóla með farþega. Slíkt námskeið verður haldið á fimmtudaginn kl. 17:00 á eftir vígslu hjólsins.  Sem hjólari skapar þú frábært tækifæri til að fleiri geti upplifað heiminn og notið þess að vera virkir vegfarendur í eigin nágrenni og fá vind í vanga.

Hjólið er rafknúið og létt að stíga svo allir sem eru á annað borð við fulla heilsu, geta gerst hjólarar. Þess má vænta að gleðin verði ómæld bæði hjá þeim sem njóta þess að vera farþegar og þeim sem hjóla. 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.