Vestmannaeyjabær vill vinna með Eimskip að komu tvíbytnu

Bíða svara með leyfi fyrir Akranesið

- ferjan sem verið var að skoða er ekki lengur föl

27.Júlí'17 | 14:05
ellidi_akranes

Akranesið er að öllu leiti eins og sú ferja sem Vestmannaeyjabær hugðist leiga og Samgöngustofa gerði ekki athugasemd við. Samsett mynd.

„Í morgun staðfesti Samgöngustofa við mig að þeir myndu ekki leggjast gegn því að skip nákvæmlega eins og Akranesið myndi þjónusta við Vestmannaeyjar yfir þjóðhátíðna.” segir Elliði Vignisson aðspurður um stöðu mála vegna fyrirspurnar hans frá í gær til Samgöngustofu.

„Á svipuðum tíma fengum við hinsvegar þau svör að sú ferja sem við vorum að skoða væri ekki lengur föl. 

Þar sem sú ferja er að öllu leiti sambærileg við Akranesið og með öll sömu skírteini og dugðu til að fá heimild fyrir þá ferju á sama hafsvæði (hafsvæði C) taldi ég því rétt að vinna hugmyndina áfram.” segir bæjarstjóri í samtali við Eyjar.net.

Þá segir hann að í ljósi þess að Samgöngustofa hugðist ekki gera athugasemd við leigu á skipi eins og Akranesið til nota hér á tilgreindum tíma, og eftir að í ljós kom að ekki væri hægt að leigja tilgreint skip á þessum tíma leitaði Vestmannaeyjabær sem sagt til Eimskipa og óskaði eftir því að fá að leigja þeirra ferju (Akranesið) þess í stað. 

Eimskip sagðist ekki hafa heimild til að leigja ferjuna en væri sannarlega fús til að styðja Vestmannaeyjabæ í því tilraunaverkefni sem vilji er til að ráðast í.  Þannig hefur Vestmannaeyjabær náð samkomulagi við Eimskip um kaup á ákveðnum fjölda ferða á þessum dögum. Sem sagt að Akranesið sem er í öllu eins og það skip sem Vestmannaeyjabær hugðist leigja myndi í stað veita þá þjónustu sem stefnt var að.

Við hjá Vestmannaeyjabæ höfum því óskað eftir staðfestingu á því að Samgöngustofa geri ekki athugasemd við að Vestmannaeyjabær og Eimskip ráðist sameiginlega í tilgreint verkefni.  Enn og aftur er ítrekað að Akranesið er að öllu leiti eins og sú ferja sem Vestmannaeyjabær hugðist leiga og Samgöngustofa gerði ekki athugasemd við.

Vonandi berast svör við þessu erindi á morgun svo hægt verði að hefja undirbúning núna strax, segir Elliði að endingu.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).