Bæjarráð:

Ætlast til þess að málið verði leyst í sátt

- bæjarráð hvetur bankaráð Landsbankans til að sinna skyldu sinni og tryggja að starfsmenn bankans komi ekki í veg fyrir að fram fari trúverðugt mat á verðmæti þess endurgjalds sem stofnfjáreigendum í sparisjóðnum fengu

27.Júlí'17 | 06:50
landsbankinn_2016

Landsbankinn yfirtók Sparisjóð Vestmannaeyja. Mynd/TMS.

Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna sparisjóðsins og Landsbankans var tekið fyrir hjá bæjarráði Vestmannaeyja í fyrradag. 

Þar kemur fram að Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hf hafa sent erindi til bankaráðsformanns Landsbankans hf. þar sem afstaða Landsbankans til sanngjarns endurgjalds til stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja er efnisinntak bréfsins.

Þar kemur fram að bæjarráð hvetji bankaráð Landsbankans til að sinna skyldu sinni og tryggja að starfsmenn bankans komi ekki í veg fyrir að fram fari trúverðugt mat á verðmæti þess endurgjalds sem stofnfjáreigendum í sparisjóðnum fengu þegar starfsemi hans var yfirtekin af bankanum. 

Bæjarráð minnir enn fremur bankaráð Landsbankans á að stór hluti stofnfjáreiganda voru venjuleg heimili í Vestmannaeyjum sem síðan þá hafa setið eftir með sárt ennið. Vilji þessa fólks er sá einn að fá hlutlaust mat á virði þeirra eigan sem af þeim voru höfð á þvingaðan máta. 

Þá minnir bæjarráð bankaráðs Landsbankans sérstaklega á almenna eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, s.s. hvað snertir fyrirmæli um faglegan og gagnsæjan rekstur, vandaða og opna stjórnarhætti, jafnræði og hlutlægni, sem og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins, þar sem m.a. er kveðið á um hreinskilni í samskiptum við hluthafa og gagnsæi gagnvart þeim. 

Bæjarráð sem fulltrúi Vestmannaeyjabæjar sem er meðal stærstu eiganda Landsbankans ætlast til þess að málið verði leyst í sátt og felur bæjarstjóra áframhaldandi baráttu fyrir því að fram fari trúverðugt mat á verðmætum endurgjalds fyrir Sparisjóð Vestmanneyja, segir að endingu í bókun bæjarráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is