„Verið að slá ryki í augun á fólki“

27.Júlí'17 | 20:59
sbs_0098

Tvíbytnan sem Sigurmundur Gísli er að vísa til að hægt sé að taka á leigu.

Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja.

Ferja sem fer á 10 mínútum til Landeyjahafnar

„Núna liggur fyrir tillaga á borði ráðherra um alvöru ferju sem gengur á 10 mínútum til Landeyjahafnar og rúmum klukkutíma í Þorlákshöfn,“ segir Sigurmundur og vísar þar til óskar bæjarstjóra Vestmannaeyja um að Samgöngustofa veiti leyfi fyrir siglingum Akraness milli lands og Eyja í tengslum við Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. „Það er verið að tala um þriggja daga lausn, við þurfum 360 daga lausn,“ sagði Sigurmundur í viðtali við Huldu og Hvata í Magasíninu á K100.

Sjá einnig: Bentu ráðherra á hentugar ferjur

„Við höfum lagt til ferju sem tekur 600 farþega sem hægt er að leigja núna strax. Við viljum sjá breytar samgöngur, alvöru samgöngur við Eyjar,“ segir Sigurmundur og segir að kostnaðurinn við leigu á slíku skipi verði minni en vegna dýpkunarframkvæmda við Landeyjahöfn á tímabilinu 1. september til 30. apríl.

Allt viðtalið má heyra hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%