Stórfjölskyldan á EM þrátt fyrir meiðsli

26.Júlí'17 | 21:22

Margrét Lára Viðarsdóttir.

Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur fóru á EM í Hollandi þrátt fyrir að geta ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla. Í viðtali við Magasínið á K100 sagði Margrét Lára að stórfjölskyldan hefði farið saman á mótið, samtals um 30 manns.

„Við erum búin að deila okkur niður á fjögur hús, það er ekkert auðvelt að fara í fýlu hér, það er mjög þétt setið,“ sagði Margrét Lára hlæjandi þegar Hulda, Hvati og Valtýr Björn hringdu í hana á 31. árs afmælisdegi hennar og sungu fyrir hana í beinni útsendingu.

Aðspurð um hvort það hafi ekki verið erfitt að geta ekki tekið þátt í mótinu viðurkennir Margrét Lára að stundin fyrir fyrsta leikinn hafi verið mjög tilfinningaþrungin.

„Ég viðurkenni það alveg, fyrsti leikurinn var erfiðasti og stærsti bitinn, þegar þjóðsöngurinn byrjaði féllu alveg nokkur tár,“ sagði Margrét Lára. Að hennar mati á íslenska kvennalandsliðið eftir að ná enn lengra, sem betur fer séu margir ungir og góðir leikmenn í hópnum sem eigi eftir að spila næstu 2-3 stórmót. „Ég held við þurfum ekki að kvíða neinu,“ sagði Margrét Lára.

Hlustaðu á viðtalið við Margréti Láru í Magasíninu á K100.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.