Tvíbytnusiglingar yfir Þjóðhátíð

Óskar eftir afstöðu Samgöngustofu

- Hafsvæðið milli lands og Eyja er skilgreint á sama máta og hafsvæðið milli Reykjavíkur og Akranes

26.Júlí'17 | 19:36
ellidi_akranes

Elliði vill fá ferju sambærilega Akranesi til fólksflutninga yfir Þjóðhátíð. Samsett mynd.

Elliði Vignisson hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu hvað varðar ferjusiglingar yfir Þjóðhátíð á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi. En sem kunnugt er synjaði Samgöngustofa Eimskip um slíkt leyfi á dögunum.

„Eins og komið hefur fram er ég mjög ósáttur við að Samgöngustofa leggist gegn því að Eimskip fái að nýta Akranesið til að bæta samgöngur hér milli lands og Eyja yfir þjóðhátíðina.  Hafsvæðið milli lands og Eyja er skilgreint á sama máta og hafsvæðið milli Reykjavíkur og Akranes.  Ég hef því í dag verið að skoða forsendur fyrir því að Vestmannaeyjabær e.t.v. í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu, leigjum hingað bát eins og Akranesið og fáum heimild til að prufa hann yfir þjóðhátíðina.” segir Elliði í samtali við Eyjar.net.

Bréf Elliða til Samgöngustofu:

Vestmannaeyjabær hefur nú til athugunar að leigja ferju til landsins til að þjónusta í siglingum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja dagana 4. til 7. ágúst.  Um er að ræða svo kallaða tvíbyttnu sem er í öllum atriðum sambærileg við það skip sem þegar er að þjónusta á hafsvæðinu milli Reykjavíkur og Akranes.  Rétt er að geta þess að hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint á sama máta og hafsvæðið milli Reykjavíkur og Akranes.  Rétt er einnig að geta þess að reksturinn verður í öllum dráttum sambærilegur við það sem er milli Akranes og  Reykjavíkur, þ.e.a.s. flutningur á farþegum undir stjórn reyndrar áhafnar.

Vestmannaeyjabær hefur sérstakan áhuga á að gera tilraun með fólksflutninga á þessum tíma og kanna hvort að sæfar sem þetta getur stutt við samgöngur á þeim tíma sem hefðbundnar siglingar Herjólfs ráða illa við álagið. 

Með erindi þessu óskar Vestmannaeyjabær eftir afstöðu Samgöngustofu hvað þetta varðar og þá sérstaklega hvort að ekki sé ljóst að svo fremi sem skipið sé sambærilegt við það sem nú siglir milli Reykjavíkur og Akranes þá muni sambærileg heimild fást á þessu sama hafsvæði hér milli lands og Eyja þessa fáu daga sem þarna umræðir.

Að lokum er sú eindregna óska lögð fram að erindi þessi verði svarað svo fljótt sem verða má enda kallar leiga sem þessi á nokkurn undirbúning og þótt nokkur undirbúningur hafi þegar átt sér stað þá er skammur tími til frekari ráða.  Æskilegt væri að fyrstu svör bærust eigi síðar en á morgun jafnvel þótt í þeim væri eingöngu að finna einfalda afstöðu Samgöngustofu til þess hvort að eitthvað geti mögulega verið í vegi þessa, segir í bréfi bæjarstjóra.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%