Bentu ráðherra á hentugar ferjur

- svona skip halda uppi fullum hraða í 3.3 metra ölduhæð, sama hvaða aldan kemur - úr hvaða átt

25.Júlí'17 | 06:27
sbs_0098_2_tvibytna

Þessi ferja er 3 sinnum hraðskreiðari en núverandi ferja. SBS 0098

Hópurinn Horft til framtíðar heldur áfram að berjast fyrir bættum hag Vestmannaeyja. Síðasta útspil hópsins var að senda samgönguráðherra og vegamálastjóra lista yfir hentugar ferjur sem þjónað geta siglingum milli lands og Eyja í afleysingum fyrir Herjólf, þegar hann fer til viðgerðar.

Allt eru þetta ferjur sem eru á sölu og samkvæmt heimildum Eyjar.net er einnig hægt að leigja þær. Þá herma sömu heimildir að þessar ferjur hafi leyfi til siglinga á hafsvæði B - sem er sama leyfi og Herjólfur hefur.

Beðið er viðbragða Samgöngustofu, sem er að skoða umræddar ferjur auk Vegagerðarinnar.

Velta ekki neitt miðað við venjuleg skip

Eyjar.net leitaði upplýsinga hjá sérfræðingi sem þekkir vel slíkar ferjur. Við báðum hann um að skoða minni ferjuna sérstaklega fyrir okkur. Við birtum hér bæði texta á íslensku og á ensku.

Minna skipið (68 metra) er með klassatákn sem heita:
HSLC R1 sem þýðir: 
HSLC:  HIGH SPEED, LIGHT CRAFT AND NAVAL SURFACE CRAFT
R1: Service area restrictions, ranging from R0 to R6, given in nautical miles and representing the maximum distance from nearest harbour or safe anchorage, are given in Table B1.


Skipið er full klassað hjá DnV og hefur eins og öll "high speed craft" einhverjar takmarkanir og í þessu tilviki er talað um R1 sem þýðir fjarlægð frá strönd:

Vetur - 100 mílur
Sumar - 300 mílur

Þetta er það sem kallað er Ocean going vessel þ.e. má sigla fyrir opnu hafi hvar sem er með þessum takmörkunum sem lítur að fjarlægð frá ströndinni.

Kosturinn við þessi skip er sá að þau velta ekki neitt miðað við venjuleg skip þ.e. monohull (Herjólfur og öll okkar skip sem ekki eru tvíbytnur) eða þegar venjulegt skip veltur 20° borð í borð veltur svona skip 2° borð í borð. Einnig halda svona skip uppi fullum hraða t.d. í 3.3 metra ölduhæð sama hvaða aldan kemur - úr hvaða átt.

"The passenger comfort in rough seas will be a primary selling point for the operation, as well as the increased reliability as far as keeping to the cruise schedule, in spite of bad weather".

 

Nánari upplýsingar um ferjurnar 

  1.        SBS 0098

Líklega sú hentugasta þar sem hún er undir flokkunarfélaginu DNV (Det Norska veritas). Það er viðurkendur alþjóða staðall varðandi kröfur um öryggisbúnað.

Smíðuð 2006. Lengd 68,4 metrar. Breidd 18,2 metrar. Djúprista 2,6 metrar

Tekur 600 farþega og 65 bíla (eða 4 trukka með gámum og 34 bíla). Ganghraði er 36 hnútar. (Er rúman klukkkutíma í Þorlákshöfn, og rúmar 10 mínútur í Landeyjahöfn.)

 

  1.        SBS 0052

Smíðuð 1996.

Lengd: 82,3 metrar. Breidd: 23m. Djúprista: 2,7m. Ganghraði 36 hnútar (rúman klukkkutíma í Þorlákshöfn og rúmar 10 mínútur í Landeyjahöfn.)

Tekur 676 farþega 10 gáma, trukka eða rútur og 54 bíla eða 200 bíla ef ekki eru gámar. Flokkunarfélag Germanic Lloyd´s - viðurkennt flokkunarfélag varðandi öryggisbúnað.

 

sbs_0098

SBS 0098

sbs_0052_tvib

SBS 0052

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).