Elliði um Herjólf:

Vill að hámarksfjöldi farþega verði 520

eins og nú er heimilt eftir að skilgreiningu á hafsvæðinu var breytt

24.Júlí'17 | 12:50
ev_her_17

Elliði Vignisson er eðlilega ósáttur við stöðuna í Landeyjahöfn. Mynd/samsett.

„Það er afar bagaleg að það skuli þurfa að fella niður ferðir núna þegar við erum á háannartíma.  Auðvitað vitum við að núverandi Herjólfur er of djúpristur og ekki heppilegur í Landeyjahöfn og þess vegna hefði þurft að fylgjast betur með stöðu mála hvað dýpi varðar.“ segir Elliði Vignisson.

Tilefnið er ástandið sem hefur skapast vegna grynninga í og við Landeyjahöfn. Þá segir bæjarstjóri:

„Það má hinsvegar ekki leggjast í eitthvað volæði yfir þessu heldur þarf að bregðast við og tryggja hagsmuni íbúa og fyrirtækja hér í Eyjum og almennt á þjónustusvæði Herjólfs.  Mestu skiptir að fá dýpkunarskip sem fyrst en þar að auki hef ég óskað eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður ferði farnar í annan tíma og þannig tryggt að heildarfjöldi ferða verði áfam 6 eins samgönguyfirvöld hafa sjálf metið að lágmarks þörf sé á.  Þá óskaði ég einnig eftir því að tryggt yrði að hámarksfjöldi farþega verði 520 eins og nú er heimilt eftir að skilgreiningu á hafsvæðinu hér var breytt í kjölfarið á áralöngu baráttumáli okkar en í flestum ferðum í sumar hefur verið miðað við tæplega 400 farþega.“ segir Elliði í samtali við Eyjar.net.

Á hverjum degi að upppantað er fyrir bíla og farþega

Tölvupósti Elliða til ráðherra og vegamálastjóra lýkur á þessum orðum:

Þessi staða er eins og við þekkjum grafalvarleg enda gerist það ítrekað á hverjum degi að upppantað er fyrir bíla og farþega.  Vegna þessa óska ég, fyrir hönd bæjarstjóranar Vestmannaeyja, eindregið eftir því að þær ferðir sem verða felldar niður vegna ónægs dýpis við Landeyjahöfn verði farnar í annan tíma þannig að heildar fjöldi ferða áfram 6 eins og þegar hefur verið metið að þörfin sé. 

Þá óska ég einnig eftir því að tryggt sé að hámarksfjöldi farþega í hverri ferð verði 520 eins og heimild er fyrir nú þegar hafsvæðið á siglingarleiðinni hefur verið breytt úr B í C.

Málið er brýnt og því óska ég eftir svörum sem allra fyrst.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.