Elliði um Herjólf:

Vill að hámarksfjöldi farþega verði 520

eins og nú er heimilt eftir að skilgreiningu á hafsvæðinu var breytt

24.Júlí'17 | 12:50
ev_her_17

Elliði Vignisson er eðlilega ósáttur við stöðuna í Landeyjahöfn. Mynd/samsett.

„Það er afar bagaleg að það skuli þurfa að fella niður ferðir núna þegar við erum á háannartíma.  Auðvitað vitum við að núverandi Herjólfur er of djúpristur og ekki heppilegur í Landeyjahöfn og þess vegna hefði þurft að fylgjast betur með stöðu mála hvað dýpi varðar.“ segir Elliði Vignisson.

Tilefnið er ástandið sem hefur skapast vegna grynninga í og við Landeyjahöfn. Þá segir bæjarstjóri:

„Það má hinsvegar ekki leggjast í eitthvað volæði yfir þessu heldur þarf að bregðast við og tryggja hagsmuni íbúa og fyrirtækja hér í Eyjum og almennt á þjónustusvæði Herjólfs.  Mestu skiptir að fá dýpkunarskip sem fyrst en þar að auki hef ég óskað eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður ferði farnar í annan tíma og þannig tryggt að heildarfjöldi ferða verði áfam 6 eins samgönguyfirvöld hafa sjálf metið að lágmarks þörf sé á.  Þá óskaði ég einnig eftir því að tryggt yrði að hámarksfjöldi farþega verði 520 eins og nú er heimilt eftir að skilgreiningu á hafsvæðinu hér var breytt í kjölfarið á áralöngu baráttumáli okkar en í flestum ferðum í sumar hefur verið miðað við tæplega 400 farþega.“ segir Elliði í samtali við Eyjar.net.

Á hverjum degi að upppantað er fyrir bíla og farþega

Tölvupósti Elliða til ráðherra og vegamálastjóra lýkur á þessum orðum:

Þessi staða er eins og við þekkjum grafalvarleg enda gerist það ítrekað á hverjum degi að upppantað er fyrir bíla og farþega.  Vegna þessa óska ég, fyrir hönd bæjarstjóranar Vestmannaeyja, eindregið eftir því að þær ferðir sem verða felldar niður vegna ónægs dýpis við Landeyjahöfn verði farnar í annan tíma þannig að heildar fjöldi ferða áfram 6 eins og þegar hefur verið metið að þörfin sé. 

Þá óska ég einnig eftir því að tryggt sé að hámarksfjöldi farþega í hverri ferð verði 520 eins og heimild er fyrir nú þegar hafsvæðið á siglingarleiðinni hefur verið breytt úr B í C.

Málið er brýnt og því óska ég eftir svörum sem allra fyrst.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).