Daði Freyr kemur fram á Þjóðhátíð

21.Júlí'17 | 14:45
IMG_0770

Frá Þjóðhátíð 2016. Mynd/Gunnar Ingi.

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr kemur fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á sunnudagskvöldinu og bætist þar með í dagskrá Þjóðhátíðar í ár. Lífið náði tali af söngvara góðum en stjarna hans hefur skinið skært frá því hann sprakk fram í undankeppni Eurovision í vetur.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu giggi. Ég hef spilað einu sinni áður á Þjóðhátíð með hljómsveitinni RetRoBot og það var rosaleg upplifun,“ segir Daði Freyr.

„Við spiluðum um kvöldið og vorum svo farnir strax um morguninn. Í þetta skiptið næ ég að upplifa sunnudaginn, svo verð ég bara að ná laugardeginum einhvern tímann seinna.“ 
Hann segir að uppáhalds þjóðhátíðarlagið sé Þar sem hjartað slær og var hann staddur í Eyjum þegar það var frumflutt.

„Síðustu mánuðir hafa verið öðruvísi. Ég hef fengið fullt af tilboðum til að vinna við mismunandi verkefni með allskonar fólki sem mér finnst mjög spennandi. Það verður nóg að gera á næstunni. Lífið er gott.“


Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum - 4.-6.ágúst:

Emmsjé Gauti, Frikki Dór, Aron Can, Hildur, FM95Blö, Páll Óskar, Áttan, Dimma, Skítamórall, Ragnhildur Gísladóttir, Sverrir Bergmann, Halldór Gunnar og Albatross, Rigg ásamt Selmu, Regínu, Friðrik Ómari, Matta, Jógvan og Eyþóri Inga, Herra Hnetusmjör, Sara Renee, Alexander Jarl, Sindri Freyr, Gullfoss og Brimnes.

Hægt er að nálgast miða á Þjóðhátíð á vefsíðunni dalurinn.is.

 

Visir.is greindi frá.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...