Dagbók Lögreglunnar:

Tveir þjófnaðir í liðinni viku

- fimm bölum af einangrunarsteinull, gaskút og farsíma stolið

18.Júlí'17 | 09:18
logreglub

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu. Ljósmynd/TMS.

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu.  Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og engin teljanleg útköll á öldurhús bæjarins.

Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu í síðustu viku og var í öðru tilvikinu um þjófnað á fimm bölum af einangrunarsteinull og gaskút sem voru fyrir utan gám við Höfðaból.  Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en lögreglan óskar eftir upplýsingum varðandi hugsanlega gerendur.   Í hinu tilvikinu var um þjófnað á farsíma að ræða.

Undir miðnætti þann 16. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um að viðvörunarkerfi hafi farið í gang í húsi við Vesturveg.  Þarna hafði einhver reynt að brjótast inn en horfið frá þegar kerfið fór í gang. 

Tvö umferðaróhapp voru tilkynnt lögreglu í vikunni án þess þó að um slys hafi verið að ræða og tjón óverulegt.

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur.  Þá liggja fyrir 6 aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum og má þar nefna ólöglega lagningu ökutækja, vanræksla á að nota öryggisbelti í akstri og brot á biðskyldu, segir í vikuyfirliti frá lögreglunni í Eyjum.

 

Tags

Lögreglan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).