UEFA með ít­ar­lega grein um Vest­manna­eyj­ar

Eyjan litla hefur gefið íslenskum fótbolta svo mikið

18.Júlí'17 | 15:47
paejumot_09

Mynd/úr safni.

„Fyrir rétt rúmu ári síðan greip um sig fótboltaæði á Íslandi," svona hefst grein sem UEFA birtir á vefsíðu sinni í dag. Þarna er auðvitað átt við Evrópumótið í Frakklandi þar sem karlalandslið Íslands komst í 8-liða úrslit. 
 

Greinin fjallar um Vestmannaeyjar og yngri flokka mótin sem haldin eru þar. Orkumótið fyrir drengi í 6. flokki og TM-mótið fyrir stelpur í 5. flokki. Í greininni er fjallað um það að margir leikmenn í karla- og kvennalandsliðum Íslands hafi byrjað sinn feril á þessum mótum. 

„Evrópumótið 2016 var stærsta mótið sem ég hafði spilað á, frá því ég spilaði í Vestmannaeyjum þegar ég var 10 ára," segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður, í viðtali sem birtist í greininni. Fotbolti.net greinir frá.

Í greininni er talað um fótboltamennina sem hafa komið frá Vestmanneyjum, viðtal er við Margréti Láru Viðarsdóttur. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, er nefndur og svo er hlutverk forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, á Orkumótinu tekið fyrir. 

Guðni var mættur til að styðja son sinn, en hann hjálpaði líka til við að smyrja samlokur og fylla vatnsflöskur, eins og allir aðrir foreldrar. 

Viðtal er við Margréti Láru Viðarsdóttur, eins og hér áður segir, en hún er frá Vestmannaeyjum. Margrét er markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, en í viðtalinu lýsir hún heimabæ sínum, Vestmanneyjum, sem fallegasta stað á jörðinni. 

Kvennalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta leik á EM í Hollandi, en Margrét er ekki með á mótinu vegna meiðsla. Hún segir Ísland geta farið alla leið. 

„Allt er mögulegt í fótbolta. Allir fara til Hollands til að vinna mótið og það er ekkert öðruvísi hjá Ísland. Við erum með gott lið og getum unnið alla á okkar degi," segir Margrét. 

„Vestmanneyjar eru hið fullkomna dæmi um að stærðin skipti ekki máli. Þrátt fyrir að aðeins íbúafjöldi telji aðeins rúmlega 4 þúsund, þá hefur eyjan litla hefur gefið íslenskum fótbolta svo mikið," segir í síðustu setningu fréttarinnar. 

Smelltu hér til að lesa greinina 

Fotbolti.net greindi frá.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.