Þjóðhátíð 2017:
Áttan staðfest á stóra sviðið
Einnig bætast stórsöngvarinn Jón Jónsson og Brekkusöngs-stjórinn Ingó við magnaða dagskrá
17.Júlí'17 | 11:12Snillingarnir í Áttunni eru staðfestir á stóra sviðinu í Herjólfsdal laugardaginn 5.ágúst og tilkynntu það með þessu skemmtilega myndbandi sem sjá má hér að neðar í þessari frétt.
Þá er dagskráin á laugardeginum nú endanlega staðfest - Áttan, Friðrik Dór, FM95Blö, Dimma með miðnæturtónleikana eftir flugeldasýninguna - og svo stígur Páll Óskar á sviðið og gerir allt vitlaust eins og honum einum er lagið í Dalnum. Það eru svo Stuðlabandið og Gullfoss sem loka Eyjunni til morguns.
Einnig bætast stórsöngvarinn Jón Jónsson og Brekkusöngs-stjórinn Ingó við magnaða dagskrá: Emmsjé Gauti, Frikki Dór, Aron Can, Hildur, Páll Óskar, Skítamórall, Ragnhildur Gísladóttir, Rigg ásamt Selmu, Regínu, Friðrik Ómari, Matta, Jógvan og Eyþóri Inga, Herra Hnetusmjör, Alexander Jarl og Brimnes.
Miðasala er í fullum gangi á dalurinn.is.
Tags
Þjóðhátíð
Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).