Skógarmítill fannst á Heimaey

12.Júlí'17 | 06:45
mitill_helgafell_cr

Á innfelldu myndinni má sjá skógarmítilinn sem fannst á hundinum.

Skógarmítill fannst nýlega á hundi sem kom af hundasvæðinu fyrir sunnan Helgafell. Mítilinn var rétt fyrir ofan augað á hundinum. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un­ Íslands segir í samtali við Eyjar.net að skógarmítill hafi fundist tvisvar áður á Heimaey.

„Samkvæmt gagnagrunni okkar hefur skógarmítill fundist tvisvar á Heimaey, september 2015 á hundi og ágúst 2016 á ketti.
Þá má geta þess að fyrsti skógarmítillinn fannst árið 1967 á þúfutittlingi í Surtsey.” 

Þá segir Matthías að af myndinni að dæma sé þetta líklegast skógarmítill (fullvaxið kvendýr) en til að staðfesta það þarf að skoða eintakið nánar.
 

Lífshættir

Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um. Blóðgjafinn er oftast meðalstórt og stórt spendýr, t.d. hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna fugla. Flest önnur spendýr eru líka vel þegin, s.s. hundar og kettir. Lífshættir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum og hundum. Skógarmítlar hafa fundist hér frá því snemma sumars og fram eftir hausti, á tímabilinu 3.6.–1.11.

Almennt

Á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands segir að fyrsti skógarmítill sem fannst hér á landi hafi verið tekinn af þúfutittlingi er skotinn var í Surtsey 5. maí 1967, þá nýlentur eftir flug frá vetrarstöðvum í Evrópu. Þar með fékkst staðfesting á því að tegundin gæti borist til landsins með fuglum. Stöku skógarmítlar fóru að finnast af og til eftir þetta og fór þeim að fjölga verulega upp úr aldamótunum, en eftir aldamótin hafa þeir fundist árlega stundum allnokkrir, jafnvel hátt á annan tug dýra á ári. Fundarstöðum fór einnig fjölgandi í öllum landshlutum. Langflest tilvikin hafa þó verið suðvesturhorni landsins. Í einhverjum tilvikum mátti rekja fundina til heimkomu fólks frá útlöndum en í öðrum ekki. Flestir hafa fundist á hundum og köttum eftir útiveru í íslenskri náttúru og allnokkrir á mönnum.

 

Hér má nálgast nánari upplýsingar og útbreiðslukort fyrir skógarmítilinn.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Hefur þú hugmynd?

15.Mars'18

Lumar þú á hugmynd fyrir Eyjar.net? Til að gera vefsíðuna betri. Endilega sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net!

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.