KFUM og KFUK heldur norrænt mót sitt í Vestmannaeyjum

11.Júlí'17 | 15:11
vestmannaeyjar_ur_fjarlaegd

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS.

Dagana 13. – 18. júlí sækja Eyjarnar heim tæplega 140 þátttakendur í norrænu móti KFUM og KFUK félaganna í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi. 

Vanalega hafa þessi mót verið haldin í sumarbúðum félagana en nú vegna góðrar þátttöku Vestmannaeyinga í gegnum árin og til að bridda upp á nýjungum var ákveðið að halda mótið í þessari paradís sem Vestmannaeyjar eru. Yfirskrift mótsins er “Feel the Nature” og passar það því vel við Eyjarnar.

Mótsgestir fá að upplifa Eyjarnar með sem bestum hætti ásamt því að læra um Guð, náttúruna sem Hann skapaði og hvernig bera eigi virðingu fyrir sköpunarverkinu. Farið verður í bátsferðir, Eldheima og sunnudaginn 16. júlí fara allir mótsgestir í þrautaleikinn „Upplifðu Vestmannaeyjar“ þar sem farið verður út um alla Heimaey og þrautir leystar.

Það er heiður fyrir KFUM og K í Vestmannaeyjum að vera eiginlegir gestgjafar mótsins en mótið er undirbúið af mótsnefnd sem samanstendur af starfsmönnum KFUM og KFUK á Íslandi, þar með talið Gísla Stefánssyni æskulýðsfulltrúa Landakirkju og Þresti Árna Gunnarssyni fjármálastjóra KFUM og KFUK á Íslandi en hann er einmitt gamall Vestmannaeyingur.

Hefur þú hugmynd?

15.Mars'18

Lumar þú á hugmynd fyrir Eyjar.net? Til að gera vefsíðuna betri. Endilega sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net!

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.