Eyjar.net ræðir við Harald Ara aðstoðarleikstjóra Víti í Vestmannaeyjum

Í skýjunum yfir móttökum Vestmannaeyinga

- í kringum 200 manns sem koma að verkinu á einn eða annan hátt

11.Júlí'17 | 07:13
Haraldur_ari

Haraldur Ari á tökustað við sprönguna. Ljósmyndir/TMS.

Síðustu vikur hafa staðið yfir upptökur hér í Eyjum á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum. Aðstoðarleikstjóri myndarinnar er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Harald Ara um myndina og tökurnar hér í Eyjum.

Aðspurður segir Haraldur að tökur í Eyjum hafi gengið alveg eins og í sögu. Reyndar voru fyrstu dagarnir ekki alveg eins og á var kosið. Það ringdi og blés á okkur og gerði það erfitt fyrir okkur við gerð myndarinar. Við erum að vinna mikið með börnum og þarf af leiðandi voru margir orðnir kaldir og blautir. En annað en það þá hefur þetta gengið framar björtustu vonum og veit ég að allir eru í skýjunum með efnið sem komið er  í hús.

40 manna tökulið í Eyjum

Þegar allt er saman tekið myndi ég giska á að við séum í kringum 200 manns sem koma að verkinu á einn eða annan hátt. Tökuliðið er samt ekki nema um 40 manns en þá er að sjálfsögðu mikið eftir ótalið.

Tökum lauk í Vestmannaeyjum síðasta miðvikudag s.s miðvikudegi fyrir goslok. Þá fór meginn þorrinn af fólkinu aftur á meginlandið og byrjuðum við strax að undirbúa tökur á Höfðuborgarsvæðinu, segir Haraldur Ari.

Ljúka tökum öðru hvoru megin við Þjóðhátíð

En hvenær er áætlað að öllum tökum ljúki?
Tökum á svo að ljúka 4. ágúst. Við eigum fjórar vikur eftir. En ef einhverju verður ólokið á þeim tíma þá er líklegt að við höldum áfram vikuna eftir þjóðhátíð. 

Hvenær fáum við svo að sjá afraksturinn?
Myndin á að vera búin í eftirvinnslu um mitt næsta sumar. Það er mikið og erfitt starf fyrir höndum. Mikið af tæknibrellum og öðru sem þarf að koma fyrir í myndinni og tekur það mikinn og langan tíma.

Nú ert þú aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Hvert er þitt hlutverk?
Sem aðstoðarleikstjóri þá er mitt hlutverk mjög víðtækt. Þegar handrit er klárt fæ ég það í hendurnar, brýt það niður í senur. Raða svo þeim senum niður til að einfalda tökuplanuð. Þá reynir maður að koma sömu tökustöðunum á einn stað, þrátt fyrir að senur séu að gerast á víð og dreif yfir myndina.

Þá þarf ég að hafa mikla yfirsýn yfir hvað hver á að gera dag frá degi og passa að allt tímaplan gangi upp. Samhliða þessu þá er ég í miklum samskiptum við allar deildir og reyni að halda öllum upplýstum um hvað það er sem gera næst. Það má segja að aðstoðarleikstjóri sé meira svona "Fannsí" nafn yfir verkstjóra. En þetta er auðvitað bara brot af því sem ég geri í vinnuni og þyfti að skrifa heila grein um það útaf fyrir sig.

Kvikmyndaverkefni auglýsa eyjuna á dýrmætan hátt

Allir sem að myndinni koma eru í skýjunum yfir móttökum Vestmannaeyinga og öllu sem að Vestmannaeyjar hafa gert fyrir okkur. Það er gott að vinna í Eyjum og getum við ekki komist yfir það hvað allir voru hjálpsamlegir. Auðvitað væri frábært að geta komið sem oftast til Vestmannaeyja og gera bíó og held ég að Vestmannaeyjabær gæti komið þar inn með ýmsu móti. Því tækifæri á borð við kvikmyndaverkefni sem auglýsa eyjuna á svona dýrmætan hátt hjálpa gríðarlega við markaðssetningu á eyjunni fögru, segir Haraldur Ari.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.