Sr. Sigfinnur Þorleifsson leysir af í Landakirkju

10.Júlí'17 | 13:37
landak_sigfinnur_cr

Sr. Sigfinnur Þorleifsson leysir af í Landakirkju. Mynd/samsett.

Sr. Sigfinnur Þorleifsson, fyrrum sjúkrahúsprestur, mun leysa af í Landakirkju næstu 10 daga en sr. Guðmundur Örn er í sumarfríi og sr. Viðar verður erlendis. 

Sr. Sigfinnur verður til staðar á auglýstum viðtalstímum og verður tengdur við vaktsíma Landakirkju en Viðar kemur aftur til starfa 20 júlí. Þá mun sr. Sigfinnur einnig leiða guðsþjónustu komandi sunnudags þar sem þátttakendur á norrænu móti KFUM&K munu taka virkan þátt.

Prestar Landakirkju vilja koma á framfæri kærum þökkum til sr. Sigfinns fyrir að hlaupa í skarðið, segir í tilkynningu frá Landakirkju.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.