Lokadagur Goslokahátíðar í dag

9.Júlí'17 | 05:39
skansinn_17_2

Göngumessan endar í Stafkirkjunni á Skansinum í dag. Ljósmynd/TMS.

Í dag er lokadagur Goslokahátíðarinnar. Dagskráin hefst á göngumessu frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkju. Þá er kappleikur á Hásteinsvelli hluti af dagskrá hátíðarinnar, en þar mætast ÍBV og Breiðablik, í Pepsí-deild karla. 

Hér neðst má sjá myndband frá stemningunni á Skipasandi í gærkvöldi.

Sunnudagur

Landakirkja
11.00
Göngumessa frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkju. Samkirkjuleg guðsþjónusta þar sem félagar úr Lúðra- sveit Vestmannaeyja leika. Í lok messu mun sóknarnefnd bjóða í kaffi á lóð Stafkirkjunnar.

Hásteinsvöllur
17.00
ÍBV - Breiðablik, í Pepsideild karla. 
Áfram ÍBV!

 

Sýningartímar og endurteknir viðburðir

Akóges, Hilmisgata 15
Sýning Ísleifs Arnars Vignissonar, opin föstudag til sunnudags frá 13.00-18.00.

Einarsstofa, Sagnheimar
Örnefnasýning Péturs Steingrímssonar ofl., opin alla hátíðardagana frá 10.00-17.00. 

Eldheimar, Gerðisbraut 10
Sýning Þórunnar Báru Björnsdóttur, opin föstudag, laugardag og sunnudag frá 11.00-18.00.

Gallery Papacross, Heiðarvegur 7
Sýning Andrésar Sigmundssonar, opin alla hátíðardagana frá 11.00-22.00. 

Gamla Ísfélagshúsið
Sýning Júníusar Meyvant í byggingarrústunum við Strandveg, opin laugardag og sunnudag frá 12.00-16.00. 

Hús Taflfélagsins, Heiðarvegur 9
Sýning Magna Freys Ingasonar, “Trú, tákn og tilfinningar” opin alla hátíðardagana frá 13.00-18.00

Listaskólinn, Vesturvegur 38
Sýning félaga úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja, opin laugardag frá 14.00-18.00 og sunnudag frá 14.00-17.00.

Tags

Goslok

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.