Goslokahátíð:

Dagskrá laugardagsins

8.Júlí'17 | 05:40
goslok_16

Það verður margt í boði á dagskrá Goslokahátíðar í dag. Mynd/TMS.

Dagskráin heldur áfram í dag á Goslokahátíðinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er á dagskrá í dag er söguganga, stuttmynd um Ölfusborgir í gosinu (sjá brot neðst í fréttinni) og Daði & Gagnamagnið svo fátt eitt sé nefnt. Ítarlega dagskrá dagsins má sjá hér:

Laugardagur

Golfklúbbur Vestmannaeyja
8.30
Volcano Open - ræst út 8.30 og 13.30. Keppendur mæta í skála klukkustund fyrr.

Gallery Papacross, Heiðarvegur 7
11.00
Söguganga með Andrési Sigmundssyni. Miðbærinn: Mannlífið, húsin, gosið og breytingarnar. Áætlaður tími er 1,5 klst. 

Nausthamarsbryggja
11.00-12.30
Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund, glaðning og þátttökuverðlaun.

Drífandi, Miðstræti 11
13.00-16.00
Stuttmynd um Ölfusborgir í gosinu. 
Sýnd á korters fresti í fundarsal Drífanda. Heitt á könnunni.

Íþróttamiðstöð, Brimhólalaut
13.00-16.00
Lifandi tónlist, Litla lú leikur rokkballöður og Eyjalög. Einnig verður óvænt atriði. 
Ís og safar til sölu frá Joy.

Eymundsson, Bárustígur 2
13.00-15.00
„Allir í Bátana!“ Krakkar geta komið og föndrað pappírsbáta sem settir verða á flot. Nokkrir heppnir bátar hljóta vinning. Drykkir fyrir unga skipasmiði.

Týsvöllur
14.00
KFS leikur við sveitunga okkar frá Stokkseyri. Áfram KFS!

Landsbankinn, Bárustígur
14.00-16.00
Landsbankagleði. Fjölskylduhátíð í boði Landsbankans, lifandi tónlist, hoppukastalar, blöðrur, grill, candyfloss, Skólahreystibraut og Sproti skemmtir krökkunum.

Zame kró, Strandvegur 73
15.00
Bergur Páll Kristinsson hafnarvörður heldur tölu um króna, hina merku talíu sem þar er að finna og kannski um aðrar krær.

Eymundsson, Bárustígur 2
16.00
Daði Freyr, úr Daði & Gagnamagnið, spilar nokkur lög og gefur vinninga fyrir „Allir í Bátana!“ frá því fyrr um daginn.  

Kvika, Heiðarvegur 19 
16.00
Frumsýning heimildarmyndar Gísla Pálssonar og Valdimars Leifssonar, „Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér”.

Eldheimar, Gerðisbraut 10
17.30
Klassískir tónleikar Eyjasöngvaranna Silju Elsabetar og Alexanders Jarls. 
Aðgangseyrir 2.000 kr.  

Slippurinn, Strandvegur 76
23.00
Útigrill og veitingasala á Skipasandi (bakvið Slippinn).

Skipasandur

Kl. 23.00-00.30

Daði Freyr, úr Daði og gagnamagnið spilar eigin lög sem og þekktar ábreiður. Stuðboltarnir Matti Matt og Eyþór Ingi rokka og hefja fjörið. Mætum snemma! ​

Kl. 00.30-03.30
Stuð í króm og á útisviði, Brimnes, Gulli skipper og co, Leó Snær. Jógvan, KK, SiggiHlö, Hrafnar ofl. spila!

Tags

Goslok

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).