Allur bílafloti HSU endurnýjaður

8.Júlí'17 | 10:35
hsu_bill_hsu.is

Einn af nýju bílunum. Mynd/hsu.is.

Nýverið gerði Heilbrigðisstofnun Suðurlands langtíma samning við Bílaleigu Akureyrar um leigu á 16 bílum til afnota fyrir stofnunina og endurnýjaði þar með allan bílaflota sinn. Flestir bílarnir eru af gerðinni Kia Ceed og Toyota Rav 4, auk tveggja annarra bíla.  

Bílarnir hafa allir verið merktir stofnunni með áberandi hætti og sá SB skiltagerð í Þorlákshöfn um það.  Núverandi bílar leysa af hólmi eldri bílaflota HSU sem flestir voru af Skoda gerð, orðnir gamlir, komnir í mikið viðhald og sumir hverjir mjög mikið eknir og voru orðnir stofnunni dýrir.  Hagkvæmara þótti að gera leigusamning, heldur en að fara í kaup á bílum.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur 10 starfsstöðvar um allt Suðurland, í Þorlákshöfn, Hveragerði, Laugarási, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum, Vík Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri og á Höfn í Hornafirði.  Á þessum stöðvum sinnir hjúkrunarfólk heimaþjónustu í bæjarfélögunum og út um sveitirnar og auk þess sem læknar sinna útköllum á þessum stöðum, við mjög misjafnar aðstæður allt árið, jafnvel utan alfaraleiðar.  Slík þjónusta kallar á bíla sem hægt er að treysta, svo öryggi starfsfólksins sé tryggt og þjónustan skili sér á áfangastað, segir í frétt á heimasíðu HSU - hsu.is.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is