Sjávarútvegur í Vestmannaeyjum

Líður fyrir ónægar samgöngur

- Álagið á samgöngutækið er slíkt að þær fáu ferðir sem farnar eru á hverjum degi duga hvergi til að anna ferðaþjónustu, hvað þá sjávarútvegi eða almennum íbúum

7.Júlí'17 | 16:35
herj_ur_hofn_17

Bréfritarar vilja að ferðum Herjólfs verði fjölgað tafarlaust. Ljósmynd/TMS.

Í morgun komu hagsmunaðilar í matvælavinnslu í Vestmanneyjum saman til að ræða stöðu tengdra greina í Vestmannaeyjum með tilliti til samgangna og flutninga. Á fundinum staðfestist að allar greinar sjávarútvegs í Vestmannaeyjum líða nú fyrir ónægar samgöngur.  

Álagið á samgöngutækið er slíkt að þær fáu ferðir sem farnar eru á hverjum degi duga hvergi til að anna ferðaþjónustu, hvað þá sjávarútvegi eða almennum íbúum.  Á meðan tapast tækifæri, hráefni skemmist og fyrirtæki víða um land verða fyrir miklum skaða þar sem illa gengur að vinna verðmæti úr því sjávarfangi sem flytja þarf með Herjólfi, segir í bréfinu til ráðherrana.

Vestmannaeyjar eru ein stærsta verstöð á landinu og vinsæll áfangstaður ferðamanna. Samfélagið hér hefur alla burði til að halda áfram að dafna og leggja samfélaginu öllu til verðmæti til samneyslu.  Það er þó háð því að ekki verði látið undir hælinn leggjast að tryggja þá undirstöðu sem fólgin er í samgöngum. 

Krefjast þess að ferðum Herjólfs verði fjölgað tafarlaust

Á fundinum var ákveðið að senda erindi á þá ráðherra sem með þessi mál fara og krefjast þess að tafarlaust verði ferðum Herjólfs fjölgað úr 6 í 8 alla daga í sumaráætlun auk þess sem farnar verði amk. 5 til 6 næturferðir þegar siglt verður í Þorlákshöfn í haust.

Fjölgun ferða með Herjólfi um eina á dag í sumaráætlun er góðragjalda verð og hraustlegt framtak þeirra sem að komu en dugar þó hvergi til að mæta þörfinni eins og hún er.  Með bréfi þessu er gerð sú krafa að ferðum Herjólfs í sumaráætlun verði tafarlaust fjölgað í 8 á hverjum sólarhring, alla vikuna eins og svigrúm er til (sjá meðfylgjandi drög að áætlun).  Einungis þannig teljum við okkur geta skapað samfélaginu þau miklu verðmæti sem við höfum burði til.

Þá er í erindinu minnt á mikilvægi þess að þegar vetraráætlun í Þorlákshöfn tekur við mun vandinn enn aukast verði ekki gripið til aðgerða.  Hafa þarf hugfast að sjávarútvegsráðherra hefur nýverið tekið ákvörðun um aukningu á fjölmörgum nytjastofnum.  Eðlilega veldur það auknu álagi á flutningskerfið og mikilvægt að fyrirtæki verði ekki hindruð í að nýta þau tækifæri sem í því eru fólgin.

Með bréfi þessu er því einnig gerð  krafa að farnar verði amk. 5 til 6 næturferðir til viðbótar við hefðbundna áætlun þegar siglt verður til Þorlákshafnar. Óskað er eftir viðbrögðum við erindi þessu svo fljótt sem verða má enda tapast verðmæti á hverjum degi þar til gripið verður til viðeigandi ráðstafana.

Erindið var sent á eftirtalda ráðherra: Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- og nýsköpunarráðherra.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).