Goslokahátíð

Dagskráin þétt í dag

7.Júlí'17 | 06:12
IMG_3649

Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta andarungann klukkan 18.00. Mynd/TMS.

Hún er þétt dagskrá dagsins á Goslokahátíðinni. Hefst hún klukkan 10.00 er ræst verður í Volcano Open. Á sama tíma opnar Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð fyrir gestir og gangandi. Hver dagskráliðurinn rekur svo annan alveg fram á nótt.

Föstudagur

Golfklúbbur Vestmannaeyja
10.00
Volcano Open – ræst út 10.00 og 17.00. Keppendur mæta í skála klukkustund fyrr. 

Heimaey, Faxastígur 46
10.00-14.00
Opið hús í vinnu- og hæfingarstöðinni. Gestir og gangandi geta kynnt sér starfsemi hússins. Kerti og annað handverk til sölu.

ÍBV, Hásteinsvöllur
10.30-12.00
Opin Bónus-æfing með meistaraflokki karla, kvenna og 5.-7. flokki. 
Fótboltastjörnur framtíðarinnar læra af fótboltastjörnum nútímans.

Stakkagerðistún
13.30
Barnagleði í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Latibær sprellar og Aron Brink tekur Eurovision smellinn sinn og fleiri lög. Öllum gefinn Goslokaís sem er sérframleiddur fyrir Ísfélagið og Goslokahátíð, af ísbúðinni Hafís. 

Listaskólinn, Vesturvegur 38 
14.00
Opnun myndlistarsýningar félaga úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja.

Landakirkja
16.00
Tónleikar Ólafs F. Magnússonar sem flytur lög sín sem sum fjalla um Eyjar og nýtur liðsinnis hins ástsæla Gunnars Þórðarsonar.

Blátindur, Heimagata 12b
17.00
Vígsla endurgerðar gluggahliðar við- byggingar Blátinds við Heimagötu. 

The Brothers Brewery, Bárustígur
17.00
Nýbruggaður eðaldrykkur, MLV9, til heiðurs Margréti Láru Viðarsdóttur landsliðskonu í knattspyrnu vígður.

Einarsstofa, Sagnheimar
17.30
Opnun sýningarinnar, „Örnefni í 
Vestmannaeyjum”. Hópur undir forystu Péturs Steingrímssonar sýnir afrakstur sinn á skráningu örnefna á Heimaey. 
Gestir geta aðstoðað og bætt á listann.

Eldheimar, Gerðisbraut 10
18:00 
Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur. „Samtal kynslóða - upplifun af gosinu”.

Stakkagerðistún
18.00
Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta andarungann. Ísfélagið býður öllum frítt á sýninguna. 

Miðbær, Bárustígur og víðar
18.00-22.00
Opið lengur í mörgum verslunum í miðbænum, poppbíll á staðnum og víða lifandi tónlist.

Íþróttamiðstöð, Brimhólalaut
19.00-20.45
Sundlaugarpartý með Ingó Veðurguð, DJ Bloody og DJ Buffalo. Lifandi tónlist, ljósafjör og brjálað busl!

Eymundsson, Bárustígur 2
20.00-20.30
Leó Snær spilar fyrir gesti og gangandi.

Eldheimar, Gerðisbraut 10
21.00
Tónleikar með Hröfnum sem meðal annars frumflytja Goslokalagið sitt.
Sindri Freyr hitar upp.
Aðgangur ókeypis. 

900 Grillhús, Vestmannabraut 23
22.00
Ingó veðurguð mætir með gítarinn í portið og heldur lopapeysupartý.

Kaffi Varmó, Strandvegur 51
23.00
Fjöldasöngur með bræðrunum Kidda Bjarna og Sigvalda frá Selfossi sem spila á nikku og gítar.

Gamla Ísfélagshúsið
23.30-00.30
Tónleikar með bæjarlistarmanninum 2016, Júníusi Meyvant. Rólegir miðnæturtónleikar í byggingarrústunum við Strandveg. Júníus opnar myndlistarsýningu á staðnum.
Aðgangur ókeypis.

 

Sýningartímar og endurteknir viðburðir

Akóges, Hilmisgata 15
Sýning Ísleifs Arnars Vignissonar, opin föstudag til sunnudags frá 13.00-18.00.
Eymundsson, Bárustíg 2
Sunna Árnadóttir spákona spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gjaldi. Fimmtudag og föstudag frá 11.00-18.00, laugardag frá 11.00-16.00.
Einarsstofa, Sagnheimar
Örnefnasýning Péturs Steingrímssonar ofl., opin alla hátíðardagana frá 10.00-17.00. 
Eldheimar, Gerðisbraut 10
Sýning Þórunnar Báru Björnsdóttur, opin föstudag, laugardag og sunnudag frá 11.00-18.00.
Gallery Papacross, Heiðarvegur 7
Sýning Andrésar Sigmundssonar, opin alla hátíðardagana frá 11.00-22.00. 
Gamla Ísfélagshúsið
Sýning Júníusar Meyvant í byggingarrústunum við Strandveg, opin laugardag og sunnudag frá 12.00-16.00. 
Hús Taflfélagsins, Heiðarvegur 9
Sýning Magna Freys Ingasonar, “Trú, tákn og tilfinningar” opin alla hátíðardagana frá 13.00-18.00
Listaskólinn, Vesturvegur 38
Sýning félaga úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja, opin laugardag frá 14.00-18.00 og sunnudag frá 14.00-17.00.

Verslanir og veitingastaðir í bænum með alls kyns Goslokatilboð! 
Opið í mörgum verslunum til 22.00 á föstudag og til 17.00 á laugardag.

 

Kæru Goslokagestir! 

Goslokanefnd áskilur sér rétt til þess að breyta dagskrá ef þörf þykir og verða þær breytingar þá kynntar sérstaklega. Bendum einnig á að útvistarreglur eru í gildi þrátt fyrir Goslokahátíð og börn eru ætíð á ábyrgð foreldra sinna. Þá er það von okkar að allir finni eitthvað við sitt hæfi og skemmti sér fallega saman. Góða skemmtun.

Goslokanefnd Vestmannaeyja

Tags

Goslok

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).