Dagbók lögreglunnar:

Börn sett í farangursrými bifreiða

- slíkt athæfi er að sjálfsögðu algerlega óboðlegt og stórhættulegt

4.Júlí'17 | 14:47
loggubill_stor

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku. Mynd/TMS.

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku enda fjöldi fólks í bænum vegna Orkumótsins í knattspyrnu.  Nóg var að gera í að sinna umferðarmálum enda fjöldi bifreiða á götum bæjarins.  Þá var eitthvað um að lögreglan aðstoðaði fólk sem hafði slasast við hinar ýmsu aðstæður.

Eftir Orkumótið fékk lögregla upplýsingar um að börn hefðu verið sett í farangursrými bifreiða og ferjuð þannig á milli staða. Slíkt athæfi er að sjálfsögðu algerlega óboðlegt og stórhættulegt og eflaust ekkert foreldri sem myndi samþykkja slíka meðferð á sínu barni. 

Um liðna helgi var lögreglan kölluð til vegna ágreinings á milli dyravarða og gests við eitt af öldurhúsum bæjarins. Þarna höfðu orðið átök á milli dyravarða og gestsins sem endaði með því að gesturinn óskaði eftir aðstoð lögreglu. 

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur en alls liggja fyrir 20 mál er varða brot á umferðarlögum. Flestar kærurnar eru vegna ólöglegarar lagninga ökutækja og vanrækslu á notkun öryggisbeltis við akstur.

Lögreglan vill í tilefni af Goslokahátíðar um komandi helgi minna foreldra og forráðamenn barna á útivistareglurnar og bendir á að börn og ungmenni eiga ekkert erindi á skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd.

Lögreglan beinir því til ökumanna að vegna fjölgunar barna að leik á Stakkagerðistúni, sérstaklega vegna tilkomu hoppudýnunnar, að fara varlega.  Jafnframt er rétt að benda ökumönnum á það að Hilmisgata, frá Kirkjuvegi, og Bárustígur að Vesturvegi eru vistgötur og því hámarkshraði einungis 15 km/klst.  Lögreglan mun á næstunni verða með sérstakt eftirlit á þessu svæði með það í huga að auka öryggi þeirra sem þarna fara um gangandi.

Hér að neðan er ákvæði um vistgötur úr umferðarlögunum:

Vistgötur.
7. gr. Ákvæði greinar þessarar gilda um umferð á svæði, sem afmarkað er með sérstökum merkjum, sem tákna vistgötu.
Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Þar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km á klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða.
Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu.
Eigi má leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum stæðum. Ákvæði þetta gildir eigi um reiðhjól.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.